þriðjudagur, mars 21, 2006

Sætasti ráðherrann eða bara eitthvað sem kona sættir sig við?

Ráðherra gervijafnréttismála (öðru nafni utanríkisráðherra) í kvöldfréttum NFS 18.3.06:
Maður fær ekki alltaf það sem maður vill og þá verður maður að vinna úr því sem maður þá fær í staðinn. Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpunni heim af ballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn.
Það er voðalega freistandi að búa til lista yfir hvað þetta eitthvað er... en læt nægja að "grínast" með að stundum er hæfasti maðurinn í djobbið kona!

Engin ummæli: