mánudagur, mars 13, 2006

Með allt á hreinu

Hitti skemmtilegan þriggja ára gutta á Toyota verkstæðinu í dag.

Guttinn: Veistu hvað litli bróðir minn heitir?
Ég: Nei.
Guttinn: Hann heitir Brynjólfur. Veistu hvað pabbi minn heitir?
Ég: Nei.
Guttinn: Hann heitir Jens. Veistu hvað mamma mín heitir?
Ég: Nei.
Guttinn: Hún heitir Guðrún.
Ég: Já, en hvað heitir þú?
Guttinn: Ég heiti Spiderman!!!!