föstudagur, mars 24, 2006

Enn meira lógó


Jæja, þá er lógóið að þróast - en ákvörðun ekki komin ennþá. Sá á kvölina sem á völina. Niðurstaðan úr fyrra hollinu var að lágstafir væru betri en hástafir en að letrið sem var passaði ekki nógu vel við lógóið sjálft. Svo hér er þetta komið með nýju letri... Hvað finnst ykkur flottast?

6 ummæli:

Thorgerdur Einarsdottir sagði...

Sæl, ég er alveg til í að koma með skoðun:

Sammála því að hástafirnir virkuðu ekki.
Komment á núverandi hugmyndir:

Efst (1): Of venjulegt og hógvært, 'h' og 'ð' of áberandi án þess að hafa nógu markvissan boðskap.
Næstefst (2): Of flatt, ekkert stendur upp úr, m.ö.o. of huglaust.
Næstneðst (3): sama og (2), að vísu örlítið ákveðnara (feitletrun) en samt ekki nógu ágengt.
Neðst (4): best, óvenjuleg stafagerð sem grípur, 'g'-ið nógu öðruvísi til að maður hnýtur um það og - já einmitt - hugsar. Hins vegar finnst mér að það megi taka það skrefi lengra og láta það hrista betur upp í manni. Veit ekki hvað er leiðin til þess. Kannski að skáletra eða hafa stafina hvassari. Eða eitthvað þess háttar.
Kv. Þorgerður

Thorgerdur Einarsdottir sagði...

Sæl, ég er alveg til í að koma með skoðun:

Sammála því að hástafirnir virkuðu ekki.
Komment á núverandi hugmyndir:

Efst (1): Of venjulegt og hógvært, 'h' og 'ð' of áberandi án þess að hafa nógu markvissan boðskap.
Næstefst (2): Of flatt, ekkert stendur upp úr, m.ö.o. of huglaust.
Næstneðst (3): sama og (2), að vísu örlítið ákveðnara (feitletrun) en samt ekki nógu ágengt.
Neðst (4): best, óvenjuleg stafagerð sem grípur, 'g'-ið nógu öðruvísi til að maður hnýtur um það og - já einmitt - hugsar. Hins vegar finnst mér að það megi taka það skrefi lengra og láta það hrista betur upp í manni. Veit ekki hvað er leiðin til þess. Kannski að skáletra eða hafa stafina hvassari. Eða eitthvað þess háttar.
Kv. Þorgerður

Thorgerdur Einarsdottir sagði...

Heyrðu ég skil ekkert af hverju þetta skeyti mitt kom tvisvar. Líklegra að ég hafi gert eitthvað vitlaust en tölvan. Kv. Þorg.

Nafnlaus sagði...

Ég þoli ekki þegar ég segji mína skoðun og fólk fer ekki eftir því:)

En svona í alvörunni að láta nafn byrja á lágstaf? Mér finnst það bara vera kaldhæðni að nafnið sé Hugsaðu og upphafstafurinn er lágstafur. Ég veit vel að þetta er ekki stafsetningavilla eða neitt þannig. Þetta er ekkert vitlausara ritmál en að hafa allt í hástöfum.

Stopp merkið í umferðinni er alltaf skrifað með hástöfum til að ná athygli fólks. STOPP!

Ef þú rennir yfir texstann án þess að lesa hann er þetta stopp sem ég skrifaði með hástöfum líklega það eina sem grípur athyglina.

Þú hlýtur að ætla að fylgja minni skoðun ég trúi ekki öðru. Mín skoðun er nefninlega rétt að mínu viti:)

ps'
Þetta er allt skrifað í gamni. Ég er of vanur að vera ósammála hérna til að fara breyta til núna.

Nafnlaus sagði...

Sæl!
Mér finnst þessi tvö í miðjunni allt of látlaus. Þetta efsta flott en einhvern veginn ekki nógu ögrandi. Neðsta er best að mínu mati en ég er sammála Þorgerði það mætti vera meira grípandi. Úfærsla? Hef ekki hugmynd.
Kv. Katrín Tinna

katrín anna sagði...

Gleymdi að setja í innleggið þetta með hástafina... á netinu eru hástafir = öskur. Nafnið Hugsaðu á að hvetja fólk til að hugsa - en ekki skipa því að hugsa. Hástafir eru of skipandi í þessu samhengi og því henta lágstafirnir betur.