þriðjudagur, mars 28, 2006

Draumur í dós?

Ég er löngu komin á þá skoðun að álver er ekki draumur í dós, eins og sumir halda. Þess vegna fjárfesti ég í bókinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason í dag. Þrátt fyrir að ég sé sífellt að átta mig betur og betur á að mannkynið er í raun að drepa jörðina þá hef ég aldrei sett mig almennilega inn í umhverfismálin - bara rétt skimað yfirborðið. Umhverfisfemínisminn sem var kenndur í Kenningum í kynjafræði við HÍ þótti mér samt áhugaverður og var eye-opener að mörgu leyti. En mig hefur vantað að stíga skrefið til fulls. Lestur Draumalandsins verður tilraun til að bæta þar úr. Vonandi verð ég síðan geðveikislega dugleg við að kaupa umhverfisvænt þvottaefni, endurvinna og spara bílinn. Held það eigi við hér sem sagt er í business: Stærstu mistökin eru gerð á tímum góðæris - og nú er góðæri hjá Vesturlöndum sem birtist í taumlausri neysluhyggju með tilheyrandi sóun á auðlindum.

Engin ummæli: