miðvikudagur, maí 17, 2006

Kosningavefur

Er búin að sitja í marga klukkutíma fyrir framan skjáinn að búa til kosningavef Femínistafélagsins. Herlegheitin - sem eru komin - er hægt að skoða með því að fara á www.feministinn.is og smella þar á myndina fyrir kosningavefinn. Smá fontafyllerí í gangi, soooorrý... Síðan er enn í vinnslu. Ef þið eruð með efni sem má setja inn endilega meilið það til mín - þarf að vera tengt sveitarstjórnarkosningunum og jafnrétti! Endilega hrúgið samt ekki á mig grilljón hugmyndum sem ég þarf sjálf að fara í geðveika vinnu til að búa til eða finna... enginn tími í slíkt - en mun með glöðu geði koma tilbúnu efni inn á vefinn :)

Sendi eftirfarandi spurningar inn á póstlistann. Megið endilega svara þeim - og svörin gætu lent á vefnum...

Hvers vegna skiptir máli að kjósa?
Hvers vegna skiptir kyn máli í pólitík?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvers vegna skiptir máli að kjósa?

Frá því ég fékk kosningaaldur hef ég aðeins einusinni valið mér flokk. Sá flokkur var Nýtt afl. En í hin skiptin hef ég aldrei séð flokk sem hefur eitthvað spennandi upp á að bjóða, og því skilað auðu.

Ég hvet því alla sem eru í mínum sporum að skila auðu í stað þess að leyfa öðrum að velja fyrir sig. Autt blað er afstaða en ekkert blað er það ekki.

Hvers vegna skiptir kyn máli í pólitík?

Líklega spurning til feminista. Ég hef aldrei skilið af hverju kyn á að skipta máli í pólitík. En ég hef þó heyrt rökin ykkar af hverju kyn skiptir máli og er þeim ósammála.

katrín anna sagði...

Góður - þú ert sá eini sem hefur svarað! Verð að fara að ýta á eftir femínistunum :-o