föstudagur, maí 05, 2006

Kvennahreyfingin ber af

Spurning:
Hver getur litið fram hjá þeim grófu mannréttindabrotum sem verið er að fremja á konum í tengslum við HM 2006?

Svar:
Karlarnir hjá KSÍ, FIFA og ofbeldismenn sem kaupa vændi

Hverjum á eftir að fá svar frá?
Fótboltaunnendum
Stjórnvöldum
Styrktaraðilum

Hver er nú þegar búin að bregðast við?
Kvennahreyfingin! Flottust að venju... :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aaaarg!!! Er að verða brjálaður á þessu. Það virðist vera bullandi umræða um þetta og einhvernveginn nær hún alltaf að fara fram hjá mér. Eru mótmælin og gagnrýnin borin fram í kyrrþei.

katrín anna sagði...

Jamm - ef þú horfið ekki á sjónvarpsfréttirnar, lest ekki moggann og ekki fréttablaðið... var í fréttum RUV bæði í dag og í gær. Var í mogganum í dag. Held þetta hafi verið í fréttablaðinu líka... Eggert var í hádegisfréttum á NFS á mánudaginn. Getur kíkt á það á netinu... svo hefur verið einhver meiri fréttaumfjöllun um þetta líka!

Nafnlaus sagði...

Jæja nú er maður búinn að fá svona smá nasaþef af umræðunni.

Ég styð alveg að feministar láti í sér heyra við þessar fréttir. Finnst það bara þrælgott að þið hafið átt tal við þýska sendiráðið og allt það. Ég las þennann litla kálf í mogganum og hlustaði á Eggert.

Það sem truflar mig rosalega er að það er talað um að það eigi að flytja inn 40.000 vændiskonur. Svo er engin frekari skýring gefin á því. Mér liggur mikil forvitni á að vita hverjir það eru sem ætla að flytja 40.000 vændiskonur inn. Finnst það skipta miklu máli fyrst þær ætli ekki að koma til þýskalands sjálfviljugar heldur er einhver sem ætli að flytja þær inn hver sá aðili/aðilar sé(u). Án þess að ég sé neinn sérfræðingur í þýskum lögum held ég að mannsal sé örugglega bannað þar þó vændi sé leyft.

Svo er spurning hvort FIFA myndi taka pólitíska afstöðu með því að gagnrýna vændið. FIFA má að sjálfsögðu ekki taka pólitíska afstöðu. Það yrði sjálfsmorð fyrir sambandið. Sú yfirlýsing gæti hljómað sem ádeila á löggjafa Þýskalands.

Fólk skiptist í tvær fylkingar í vændisumræðunni. Fólk sem vill leyfa vændi og fólk sem vill banna vændi. Mér persónulega finnst FIFA ekki eiga taka opinbera afstöðu í því máli. Það er hinsvegar allt annað þegar kemur að mannsali. FIFA GÆTI tekið afstöðu gegn mannsali þar sem það er "viðurkennd afstaða". En að taka afstöðu með eða á móti vændi væri algjört sjálfsmorð. Væri þá ekki alveg eins hægt að krefja þá um afstöðu með eða á móti fóstureyðingum?

Mér finnst að FIFA eigi annað hvort að taka afstöðu gegn mannsali eða fría sig frá vændinu án afstöðu. Þeir gætu sagt að vændið sé ekki á vegum FIFA punktur. Ég myndi allavega missa mikið álit á FIFA ef þeir tækju afstöðu gegn vændi. Ekki af því að ég er fylgjandi vændi, heldur af því að FIFA á ekki að gera svoleiðis.

Ég er samt ánægður með að kvennahreyfingin hafi tekið þetta upp við þýska sendiráðið. Styð það 100%

Nafnlaus sagði...

Sammála, frábært að taka þetta upp við þýska sendiráðið og ræða þetta opinberlega. En KSÍ, ég er ekki að skila af hverju?

Það þarf að vinna með KSÍ og útskýra fyrir fólki sem vill fara og horfa á fótbolta í þýskalandi að það séu vændiskonur þar og þær vændiskonur séu þar ekki að fúsum og frjálsum vilja. Að kaupa kynlífsþjónustu sé nokkuð örugglega sammerkt því að taka þátt í nauðgun.

KSÍ eru ekki uppáhalds samtök hjá mér en þeir hafa djúpa vasa og hafa áhrifamiklar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Eins og ég sé umræðuna þá er KSÍ að verja sig því það er verið að skamma þá fyrir að nota fótboltamótið sem afsökun fyrir því að fara til útlanda að kaupa sér hórur.

Hvorki KSÍ né FIFA hafa engin áhrif á lög í Þýskalandi en væru örugglega tilbúin, ef rétt er að þeim farið, til að veita þeim sem fara réttar upplýsingar um stöðu þeirra kvenna sem stunda vændi. Það gæti hjálpað til að fá fram þá hugarfarsbreytingu sem þarf til að fólk hætti að kaupa kynlíf.

katrín anna sagði...

KSÍ er aðili að FIFA og því mjög eðlilegt að kvennahreyfingin - og allir sem vilja mótmæla þeim mannréttindabrotum sem fram munu fara samhliða heimsmeistaramótinu geri þá kröfu til KSÍ að þeir berjist á móti þessu. So far hafa bæði KSÍ og FIFA verið með hands off aðferð í sambandi við þetta. Sem er þeim til mikillar skammar. Vændi og mansal verður ekki aðskilið í okkar nútíma. Mansal er vaxandi vandamál sem er nú þegar svo umfangsmikið að erfitt er að gera eitthvað í því. Lögleiðing á vændi er besta gjöf sem þeir sem stunda mansal geta fengið - eins og HM sýnir og sannar. Í skjóli lögleiðingar verða tugþúsundir kvenna seldar í kynlífsþrælkun. Þetta er sorglegra en orð fá lýst. Og KSÍ og FIFA neita að taka afstöðu... Við þurfum öll að taka höndum saman og stöðva þetta. Ekki bara horfa á og segja "ég get ekkert gert"

Nafnlaus sagði...

Hvernig veist þú að tugþúsundir kvenna verði seldar í kynlífsþrælkun? Hvaða forsendur hafið þið til þess að meta hvort allar þær vændiskonur sem koma til Þýskalands í tengslum við heimsmeistaramótið eru seldar mansali eða koma á eigin vegum?
Að segja að vændi og mansal verði ekki aðskilið er mikil einföldun. Það væri alveg eins hægt að segja að íþróttaskór og barnaþrælkun verði ekki aðskilin í nútímanum útaf því að þónokkuð af íþróttaskóm er framleitt í svitasjoppum í þriðja heims löndum. Og mér þætti gaman að vita hvort að fólk eins og þú sem setur sig á háan siðferðislegan hest hefur einhvern tímann keypt eitthvað frá nike, adidas, puma eða GAP. Að lokum vil ég taka fram að ég er ekkert sérstaklega hlynntur vændi, finnst það fremur ógeðfelldur bransi en það fer bara í taugarnar á mér þegar fólk kemur með stórar yfirlýsingar sem hafa lítið á bak við sig.

katrín anna sagði...

Tugþúsundir kvk er ekki tala sem ég bjó til heldur tala áætluð af mannréttindasamtökum eins og t.d. Amnesty og PACE, sjá hér: http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/WorkingDocs/Doc06/EDOC10881.htm.

Þegar "vændi" er stundað í jafnmiklum mæli og það er gert í dag af konum sem eru seldar mansali þá verður þetta tvennt ekki aðskilið. Kaupendur vita í sumum tilfellum að þeir eru að kaupa þræla - í öðrum tilfellum segjast þeir ekkert vita - en miðað við umfang mansals í heiminum í dag ættu ALLIR kaupendur að spyrja sjálfan sig hvort þeir séu tilbúnir að taka áhættuna því það eru ekki litlar líkur á að "lenda" á mansalsfórnarlambi.