þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Believe it or not...

...en ég er lent og ekkert flugslys! ;) Flugið heim gekk bara fínt þó veðrið hafi verið með besta móti. Ég var fegin að ég fékk lítið af fréttum af veðri út. Upplýsti alla í Finnlandi um það að veðrið á Íslandi væri bara ósköp svipað og væri þar - í kringum 0 gráður en kannski aðeins meiri vindur. Segi mér til varnar að ég hreinlega vissi ekki betur...

Er rétt að lenda og ná áttum. Er bíllaus því bíllinn minn er enn á sumardekkjum og lokaður inni af gríðarstórum snjóskafli. Hef því enga afsökun til að vera ekki afkastamikil í dag... Einhverjar hugmyndir að efni fyrir pistil??? Er reyndar að lesa gífurlega áhugaverða bók - en langar að spara efnið úr henni þangað til ég er búin að lesa hana. Bókin heitir Business, not Politics og er um markaðssetningu inn á Gay markaðinn. Mér sýnist að höfundurinn hafi gert svipaða rannsókn og ég ætla að gera fyrir MA ritgerðina mína - nema ég skoða annað sjónarhorn, þ.e. markaðssetningu til barna og unglinga.

Frábærar fréttir með að Sigríður Guðmarsdóttir (presturinn minn hér í Grafarholtinu) vann málið fyrr hæstarétti. Týpísk viðbrögð frá biskupi og einhver sagði að einhver hefði skrifað í blöðin og sagt að það væri dónalegt að lögsækja biskup! Er hann sem sagt hafinn yfir lög? Röksemdarfærsla er stundum svolítið á reiki í þessu samfélagi finnst mér... Sá sem trúir mest á guð má brjóta lögin eins og honum sýnist! Einhvern veginn ekki í þeim kristna anda sem ég hefði búist við...

Engin ummæli: