föstudagur, nóvember 10, 2006

Kjósa, kjósa, kjósa

Jæja, þá fer að styttast í væntanlega utanferð... það er að segja ef veðrið á eftir að batna! Búið að fresta fluginu mínu til kl. 12. Það þýðir að ég þarf ekki að vakna kl. 4 í nótt - sem er gott - en á móti kemur að ég missi líklega af upphafi fundarins sem ég er að fara á - sem er mjög vont :(

Fór í kvöld á kosningafund hjá Kristrúnu Heimis. Var búin að samþykkja að tala í 1 mín um hvað ég myndi gera ef ég mætti ráða öllu í einn dag á Íslandi. Var að hugsa um að hætta við upphaflega planið og fá að vera veðurguð í einn dag og hafa gott veður á morgun. En það dugar víst ekki! Hélt mig við upprunalegu áætlunina sem var að fylla ríkisstjórn og þing af femínistum - þannig væri hægt að láta daginn endast miklu lengur :) Gleymdi samt í restina að segja frá því að það væri alveg hægt að vinna í því að láta þetta rætast með því að kjósa femínistana núna í kosningunum ;) Ég ætla að upplýsa að ég kaus Bryndísi Ísfold, Ingibjörgu og Kristrúnu. Segi svo ekki meir - en það var erfitt að geta ekki kosið allar konurnar.

Kjósa svo!

ps. Veit ekki hvenær ég verð næst í tölvupóstsambandi svo það verður bara að koma í ljós hvenær ég næ næst að setja eitthvað skemmtilegt hér inn - eins og t.d. hvernig gekk að fljúga.... :-/

Engin ummæli: