þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Mikill er máttur femínista...

Be afraid - be very afraid. Datt þetta í hug þegar ég slysaðist (alveg óvart...) inn á malefnin.com. Las þar þráð um fyrrverandi rektor á Bifröst og skilst að það séu þessir helvítis femínistar sem komu því til leiðar að hann varð að segja af sér. Jamm og jæja - í stjórn skólans er ein kona og held að það sé líka ein kona sem varamaður. Hitt eru allt karlar - en helv*#%& femínistarnir hafa samt meiri völd en þeir. Jibbý - er að velta fyrir mér hvernig við getum notað öll þessi völd. Uppástungur?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Femínisti þarf ekki að hafa minnimáttarkennd eftir að heimsækja Málefnin ;)

katrín anna sagði...

Nei svo sannarlega ekki... er að spá í að gera þetta oftar ;)

Nafnlaus sagði...

En geta karlmenn ekki verið femínistar? Það verður nú að gæta jafnréttis.

katrín anna sagði...

Jú jú - karlar geta verið femínistar... bara ekki á málefnunum ;)