föstudagur, nóvember 03, 2006

Egill Helga hvetur karla til að mótmæla ekki naugðunum

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifaði pistil um nauðganir þar sem hún hvetur karlmenn til að taka sig á og mótmæla nauðgunum. Hún segir:


"Karlar geta hins vegar ekki lengur setið hjá og látið konur einar um að mótmæla ofbeldinu. Sem betur fer hefur karlahópur Femínistafélagsins og Jafningjafræðslan gengið fram fyrir skjöldu og konfronterað karlana en meira þarf til.

Takið ykkur á , strákar! Hvort sem þið eruð 16, 46 eða 76 ára gamlir, skora ég á ykkur að mómæla ofbeldi gegn konum hvar sem þið hafið tækifæri til. Það er mikið í húfi fyrir ykkur sjálfa ekki síður en eiginkonur ykkar, mæður og dætur."

Þetta er meira en karlvinurinn mikli Egill Helgason þolir. Hann þolir reyndar ekki ofbeldi en svei Þórunni fyrir að hvetja karlmenn til að mótmæla ofbeldinu. Það er nú fulllangt gengið að mati Egils því honum koma þessi mál bara hreint ekki við. Egill er þar með ekki bara að halda sig við það að hleypa hér um bil eingöngu karlkyns frambjóðendum að í þáttinn sinn og hafa þannig áhrif á kynjahlutfall á þingi heldur fer hann fram fyrir skjöldu og reynir að draga úr fylgi við kvenkyns frambjóðanda. Ekki er heldur hægt að skilja pistil Egils þannig en sem hvatningu til karlmanna um að láta sig ofbeldismál engu varða - þetta er greinilega "kvennamál".

Hér eru orð Egils sjálfs:

"Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar á vef Samfylkingarinnar grein undir yfirskriftinni Takið ykkur á strákar. Hún beinir orðum sínum til okkar karlmanna - sem hóps - við verðum að taka okkur á varðandi nauðganir, segir hún.

Nú skil ég ekki alveg hvað þingkonan er að fara. Hvað á ég sammerkt með þeim mönnum sem nauðga annað en að ég er af sama kyni og þeir? Segjum nú að morðalda gangi yfir Reykjavík, myndi þá einhver hvetja mig til að "taka mig á"

Ég vil hafa skikkanlegt og friðsamlegt samfélag eins og flest fólk, karlar og konur. Ég þoli ekki ofbeldi. Ég beiti konur ekki ofbeldi. Og mér finnst hallærislegt að vera settur í sama flokk og ofbeldismenn, bara af því ég er karl."

Ok Egill - við náum skilaboðunum. Það er þinn réttur að halda áfram á sömu braut að draga úr þeim sem berjast gegn ofbeldi og skilja út á hvað málið gengur. Mundu bara að þar með ertu ekki hlutlaus heldur búinn að taka afstöðu.

Við vonum svo bara að aðrir karlmenn séu ekki svona viðkvæmir eins og Egill og þori að taka sig á og mótmæla ofbeldi!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrir verslunarmannahelgina 2005 man ég eftir að hafa verið með svipuð viðhorf og Egill. Ég áleit það sem persónuárás karlahópsins þegar ég var spurður hvort ég hafi tekið afstöðu gegn nauðgunum. Nú hinsvegar finnst mér þetta ansi heimskuleg viðhorf. Af hverju í ósköpunum ættu einhverjir aðrir en karlmenn að taka á þessu vandamáli? Eru það ekki í flestum tilfellum karlmenn sem nauðga? Eru þessir karlmenn sem nauðga ekki að koma óorði á alla karlmenn? Svo ég segi það nú bara eins og það er þá finnst mér þetta ekkert undarleg skrif hjá Agli þar sem mér hefur alltaf þótt hann foráttu vitlaus maður.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst Egill bara vera viljandi að þykjast ekki skilja og snúa út úr. Ég eiginlega neita að trúa því að nokkur sé svo galinn að skilja þetta svona.

ErlaHlyns

katrín anna sagði...

Egill á einmitt track record í þessu þannig að það er ekki eins og hann sé glórulaus um þessi mál. Hann á að vita betur. Ég sendi honum þessar spurningar (af því hann sagði að hann væri á morðum en væri ekkert að mótmæla þeim sérstaklega):

Ef þriðja hver kona á Íslandi væri myrt og gerendur í öllum tilvikum karlkyns (auðvitað ekki þú) - myndi þér hugnast að mótmæla eða þætti þér eðlilegra að sitja hjá og þegja þar sem þú værir hvort sem er á móti morðunum og þetta kæmi þér ekki við svo framarlega sem þú myrtir ekki sjálfur? Þætti þér þá eðlilegt að níða þá sem hvettu til mótmæla?

Spurning hvort hann svari eða segi mér aftur að mér sé hollast að...

Manuel - batnandi mönnum er best að lifa - og enn og aftur segi ég að þú átt eftir að enda sem fyrirmyndarfemínisti einhvern daginn :)

Unknown sagði...

Það er frábært að sjá að sumir karlmenn, eins og Manuel, skilja um hvað er að ræða. Þetta er ekki árás á karlmenn, heldur ákall um að þeir láti nauðganir sig varða.

Jafn glatað er að sjá viðbrögð Egils við pistli Þórunnar. Þó að þau komi mér í sjálfu sér ekki á óvart.