föstudagur, apríl 25, 2008

Hvaða skammir?

Hvernig getur eftirfarandi flokkast undir skammir?

Af ruv.is:

Mótmæli: Ráðherra skammaður

Dómsmálaráðherra hafa borist skammarbréf eftir átök lögreglu á Suðurlandsvegi í gær. Þar er hann meðal annars hvattur til að svipta sig lífi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra fjallar um átökin á bloggsíðu sinni.

Þar birtir hann m.a. þrjú bréf sem honum hafa borist vegna málsins.

Í því fyrsta segir meðal annars: "Ég vona af ollu minu hjarta að þú fáir banvænan og sársaukafullann sjúkdóm og lifir sem lengst í þjáningum, kannski gerir þér grein fyrir hversu mikil mannfýla þú ert undir þeim kringumstæðum, valdasjúkur ofbeldisseggur og geðsjúklingur". Undir skrifar Snorri.

Hilmar Bjarnason er ekki jafn harðorður en segir "sjáðu sóma þinn i því að reka þessa lögreglumenn sem gáfu skipun um þessar aðgerðir. EINIG SKALT ÞÚ SEGJA AF ÞÉR EMBÆTTI NÚ ÞEGAR!!!"

Þriðja bréfið er frá Arnóri Jónssyni,sem segir„Góðan dagin björn gerðu þjóðini greiða og skjótu þig svo við hin getum lifað lifinu þu ert ein stæðst hálfiti Islands".

Ráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa Sjónvarps hafði við hann samband síðdegis.

Þetta er einfaldlega ljótt og ofbeldisfullt - þ.e. úr bréfi 1 og 3. Læt nr 2 liggja á milli hluta. Svona hótanir og mannhatur hafa lítið að gera með skammir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli þetta séu ekki allt strákar sem fengu menntun á meðan Björn var æðsti maður menntamála ;)

katrín anna sagði...

Gæti verid... En thetta er ekki kennt i skolum...! Og skiptir engu hvernig hann hefur stadid sig i starfi, thad er ekki afsokun til ad haga ser svona.