miðvikudagur, apríl 23, 2008

Kynjavinklar á forsetaframboðinu

Þó ég hafi nú ekki náð að vaka langt fram á nótt til að sjá úrslitin í Pennsylvaníu vakti ég nógu lengi til að sjá fyrstu tölur. Lokaúrslitin voru nokkurn vegin þau sömu. Útgönguspár gáfu til kynna um 6 prósentustiga mun en tekið var fram að yfirleitt sýndu útgönguspár betri útkomu fyrir Obama heldur en lokaúrslit. Það gekk eftir í þetta sinn líka. Sem betur fer :) Ég vil að Hillary Clinton vinni.

Tvennt sem mér finnst mjög áberandi í þessari kosningabaráttu sem hefur kynjavinkil (þeir eru þó fleiri).

Hann á mun auðveldara með að afla fjár en hún. Þetta er algjörlega í takt við söguna - konur eiga ekki eins auðvelt aðgangi að fjármagni og karlar. Í þetta sinn ætti hún að hafa allt til alls. Hún er heimsþekkt, vel liðin, súpergáfuð, yfirmáta gott tengslanet... allur pakkinn. Hann kemur fram á sjónarsviðið nánast óskrifað blað - með sutta þingreynslu að baki. Samt mokar hann inn mun meira fé en hún. Get ekki varist þeirri hugsun að á bak við hans framboð standi hvítir karlar sem fóru í leit að karlkyns frambjóðanda sem ætti möguleika á að stöðva konuna hana Hillary... Sem er reyndar í takt við suman þann áróður sem hefur verið rekinn fyrir því að kjósa hann... sumir segja nefnilega að viðmiðið ætti að vera hvort hvítir karlar hati minna; svartann karl eða hvíta konu! Niðurstaðan úr þeim pælingum var að hvítu karlarnir myndu frekar sætta sig við karlmann „þótt hann væri svartur“ heldur en konu „þótt hún væri hvít“. Held að Jay Leno, sem er nú ekki í miklu uppáhaldi hjá mér sökum karlrembu, hafi nú samt sagt þetta best: „Það er löngu tímabært að hvítir karlar fái að ráða einhverju í þessu samfélagi!“

Hitt sem er áberandi er krafan um að Clinton hætti í framboði. Hún er að skemma fyrir flokknum, hún á ekkert að vera í þessari baráttu, Clinton farðu heim! Maðurinn hennar var samt ekki útnefndur fyrr en í júní og svo á örugglega við um marga fleiri karlkyns frambjóðendur sem fólk hefur ekki séð ástæðu til að hrekja úr baráttunni. Svo segir fólk að konur hafi minni áhuga á stjórnmálum en karlar... Konur mæta bara allt öðru viðmóti og viðbrögðum í stjórnmálum heldur en karlar. Þeim er líka beinlínis skipað að hætta... eins og sést glögglega á umræðunni í kringum Hillary.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef ég væri karlremba myndi ég segja að þú værir greinilega óð í ,,soap operas" þar sem þú ert svo æst yfir Bush - Clinton - Bush - Clinton tímabili mannkynssögunnar. Við skulum bara sleppa því samt.

Hérna: þú skalt bera þennan texta saman við þinn.
,,Clinton, who won 60 of the state's 67 counties, retained large leads among white, working-class voters in rural areas, according to CNN exit polls.
Clinton "really reached out across the state" to win, said Schwartz, recognizing Clinton's efforts in "urban, suburban and rural Pennsylvania." Obama was not without some victories, however.
He won Philadelphia county by a 30-percent margin, but his appeal faded outside of the city. According to CNN exit polls, Clinton won white voters under the age of 25, a demographic Obama has won handily in other states”.

Get ekki varist þeirri hugsun að á bak við hans framboð standi hvítir karlar sem fóru í leit að karlkyns frambjóðanda sem ætti möguleika á að stöðva konuna hana Hillary... Sem er reyndar í takt við suman þann áróður sem hefur verið rekinn fyrir því að kjósa hann... sumir segja nefnilega að viðmiðið ætti að vera hvort hvítir karlar hati minna; svartann karl eða hvíta konu! Niðurstaðan úr þeim pælingum var að hvítu karlarnir myndu frekar sætta sig við karlmann „þótt hann væri svartur“ heldur en konu „þótt hún væri hvít“.Í fyrsta lagi er þessi greining bæði einföldun og móðgun við marga sérstaklega við mig sem karlmann.

Obama( ekki hann) er með stærri sjóð því hann höfðar til óháðra, svartra og ungs fólks og jú líka til ríks fólks. Hann er að berjast gegn þessu tengslaneti. http://www.opensecrets.org/pres08/summary.asp?id=N00009638&cycle=2008

Þetta tengslanet sem þú vísar í inniheldur líka Republíkana.
Richard Mellon Scaife (of right wing conspiracy fame) endorsed Clinton in the Pennsylvania Democratic primary. Scaife owns the Pittsburgh Tribune-Review, which threw its backing to Clinton today. It cites Clinton’s “political courage” in particular for sitting down with its editorial board. (There, she famously injected herself into the Rev. Jeremiah Wright controversy.)

Í fljótu bragði virðist Clinton fá frekar háar upphæðir frá karlmönnum; í sumum tilfellum oft meira að segja. Kíktu á individual contribuitions.

Lobbyists
Hillary Clinton (D)
$865,290

John McCain (R)
$590,952

Barack Obama (D)

$115,163


Samkvæmt þínum rökum hefur karlmaður alltaf átt auðvelt með að afla sér fjár innan stjórnmála. Skrýtið að stórfyrirtæki SEM OFTAST ERU REKIN AF HVÍTUM MIÐALDRA KÖRLUM SKULI STYRKJA Clinton. http://www.opensecrets.org/industries/recips.asp?Ind=D&cycle=2008

Clinton var ágæt og ég hefði vel getað hugsað mér að kjósa hana( ég er með kosningarétt) hefði hún unnið - afturámóti hefur bara sannað það hún er naðra út í gegn, engu skárri en Cheney, Bush eða Rumsfeld. Ummæli hennar og árásir á Obama hafa sannað það. Ef hún vinnur sem ég vona ekki þá mun ég skila inn auðu. Hún er engu skárri en MCcain – ef eitthvað er þá er hún meiri republíkani en hann eins og margir hafa sagt.

Hún og Bill hafa ítrekað reynt að klína Farrakhan upp á hann, kalla hann snobbaða og eins og sagt er í Bandaríkjunum ,,playing the race card".


Clinton á að hætta því á ekki möguleika á að vinna nema að fá atvæði ofurfulltrúanna og ef hún fengi þau atkvæði þrátt fyrir að Obama sé nánast búinn að tryggja sér sigurinn: ttp://commentisfree.guardian.co.uk/dylan
_loewe/2008/04/the_new_inevitability.html

Já, Clinton er með reynslu. Átt þú þá við Nixon? Eða kannski svona reynsla sem þorir að eyða Íran af kortinu?

Hal Turner sagði...

Skrifaði þetta í fljótu bragði - allavega ef þessir ofurfulltrúar kjósa hana mun flokkur gjalda þess lengi.

Nafnlaus sagði...

Og hvað? Vegna þess að hún fær fjármagn frá einhverjum karlmönnum að þá er það sem Katrín Anna segir ekki rétt?

Nafnlaus sagði...

,,Hann á mun auðveldara með að afla fjár en hún. Þetta er algjörlega í takt við söguna - konur eiga ekki eins auðvelt aðgangi að fjármagni og karlar"

Þessi röksemdarfærsla gengur út á það Clinton fái ekki fjármagn því hún er kona. Augljóslega ósannindi. Hitt get ég ekki tekið undir eða mótmælt enda fáranlega stór alhæfing sem á sam einhvern rétt á sér. Hins vegar er þessi greining hennar um ástand máli í Bandaríkjunum bara röng. Hlýtur að sjá það á þeim tölum sem gefnar eru.

Nafnlaus sagði...

http://flowingdata.com/wp-content/plugins/yet-another-photoblog%202/cache/0416_nat_subobama.bvons93tujw48ksg8wg0o4wwk.azayxg50vkwk0g080ko8kw8s4.th.jpeg

Já, þú segir það.

Nafnlaus sagði...

Afsakið, urlið var of langt til að koma fram. En þessi sama mynd er hér:

http://img108.imageshack.us/img108/7435/
0416natsubobamabvons93tpg6.jpg

Ath að ég braut það í tvennt til þess að það næðist hér inn, þið verðið að setja það saman sjálf.

katrín anna sagði...

Hér er grein sem útskýrir betur þetta með hvítu karlana (og algjör óþarfi fyrir hvíta karlmenn að bæta alltaf við orðinu ALLIR þar sem það á ekki við):

http://www.huffingtonpost.com/martin-lewis/fuhrmans-choice-why-dem_b_89411.html

Varðandi peningana þá er pointið ekki að greina hvaðan þeir koma heldur hversu miklu hvort þeirra um sig aflar. Obama hefur fengið mun meira fé en Clinton, mun meira, og það er algjörlega í takt við söguna þar sem karlar hafa að öllu jöfnu haft greiðari aðgang að fjármagni. Líka áhugavert út frá því að hún var heimsþekkt þegar hún fór í framboðið og með gífurlega öflugt tengslanet (gerast vart betri) en hann var nánast óþekktur.

Og að lokum - marvin... gat ekki annað en glott í kampinn þegar þú talar fyrst um að þú sért afskaplega móðgaður fyrir hönd hvítra karlmanna... en tiltekur líka að þú myndir sko kjósa Obama því Clinton sé naðra...

Nafnlaus sagði...

Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki móðgaður fyrir hönd hvítra miðaldra karla. Í fyrsta lagi er ég langt frá því að vera einn þeirra - og í öðru lagi myndi ég seint teljast vera hvítur, á meira sameiginlegt með Obama hvað það snertir. Tók þetta sem móðgun við mig sem karlmann. Ef þú vilt fara út í fórnarlambaleik þá get ég vel bent þér á að hvítar konur áttu greiðari aðgang að fjármagn en dökkir menn í gegnum söguna á vissum landsvæðum. Þú ættir kannski að fjalla um réttindamál þeirra kvenna sem eru kúgaðar fyrir sunnan Sahara eða annarsstaðar í heiminum heldur en Clinton. Fátt meira fyndið heldur en ,,hvít" millistéttar kona að öskra um órléttlæti heimsins þegar hún getur menntað sig að vild þangað til hún drepst. Ég er ekki bitur, bara furða mig stundum á þessa forréttinda femímisma sem viðgengst hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það er líka í takt við söguna að þú færð meiri pening en bóndi sem ræktar hrisgrjón. Búhú, það er erfitt að njóta forréttinda.


Hvað meinar þú með að pointið sé ekki hvaðan peningarnir koma? Það hlýtur að skipta máli ef Clinton fær meira frá viss fyrirtæki( NB frá þessum mönnum sem þú segir vilji ekki fá hana) - á meðan Obama fær fjármagn að miklu leyti frá grásrótarhreyfingum. Obama fékk líka meira en Edwards. Clinton fær meira en MCcain frá sumum stöðum og ef ekki bara í heildina séð - burtséð frá því ef þú værir svo vel að þér í innanlandsmálum þarna þá myndir þú þekkja hugtakið: Clinton machine= tengslanet.

Hilary er ekki kúguð kona, langt langt frá því. Ég væri glaður að sjá konu í Hvíta Húsinu. Skal jafnvel viðurkenna það að heimurinn væri betur rekinn ef konur kæmist til valda oftar og það væru fleiri konur heldur en karlmenn. Staðreyndin er hins vegar sú að Obama er betri frambjóðandi, kyn eða kynþáttur hans hefur ekkert með það að gera. Nema, hvað ert þú kannski orðin það hægri sinnuð?

Hal Turner sagði...

Huffington greinin sem þú vísar birtist aldrei þannig ég svaraði þér ekki.

Bara svo það sé á hreinu þá var hitt kommentið bara vinsamleg ábending þó hún virki agressív. No hard feelings að minni hálfu.

Hal Turner sagði...

í og á og af og allt annað sem fór úrskeiðis... Ritgerðarskrif að nóttu til.

katrín anna sagði...

http://www.huffingtonpost.com/martin-lewis/
fuhrmans-choice-why-dem_b_89411.html

Hér er slóðin í tvennu lagi - þarft að afrita í tvennu lagi til að fá hana í heild. Þegar þú ert búinn að lesa greinina þá sérðu betur hvað átt er við með hvítu miðaldra karlanna... það er ekki verið að tala um þá alla. Setur þetta kannski betur í samhengi - og útskýrir líka hvers vegna peningarnir eru óháðir akkúrat þessum vinkli - þó það sé áhugavert að greina hvaðan pen koma í öðru samhengi.

Varðandi peningaframlögin - þú fjallar um forréttindi Clinton - og það er alveg rétt - hún er í þeim hópi kvenna sem eru hvað best settar - og einmitt í ljósi þess er mjög áhugavert að skoða muninn á peningaframlögum á milli hennar og Obama. Obama nýtur líka forréttinda - en hann er ekki í sömu stöðu og Clinton, þ.e. hún er mun þekktari en hann var og hún ætti að hafa margfalt betra tengslanet en hann. Þess vegna spurningin - af hverju gengur honum svona margfalt betur að afla fjár? Og það er í takt við söguna - að konur eiga erfiðari aðgang að fé en karlar - líka forréttindakonur.

Það eru margir vinklar á baráttunni um útnefninguna - bæði kynja- og kynþáttavinklar. Flottast þætti mér ef þau biðu fram sem teymi. Bæði eru öflugir frambjóðendur - bæði hafa beitt aðferðum sem eru miður góð í baráttunni og svo mætti lengi áfram telja. Hvort þeirra sem verður útnefnt mun það verða sögulegt, en hvorug eru þau í framboði sérstaklega út á kyn eða kynþátt. Það er miður að mínu mati - þau þurfa að spila eftir kerfi hins hvíta karlmanns sem hefur hingað til ráðið hér um bil öllu... Ef þau gætu komið fram sem hugsjónarfólk fyrir kyn/kynþátt myndu sögulegu áhrifin verða enn meiri.

ps. biðst afsökunar á að hafa skellt þér í hvíta hópinn...