mánudagur, nóvember 28, 2005

Afrek helgarinnar

Afrek helgarinnar - að mála innan í svalahurðaropinu. Bara búið að taka rúmt ár... en mikið er gott að vera laus við brúnu bæssletturnar. :)

Síðan var auðvitað mini afrek að hjálpa tengdó að flytja ofan af 4. hæð. Helgin var sem sagt bara skemmtileg - og afmælið hjá Guðrúnu Margréti alveg frábært. Það var gott að komast aðeins út að mingla með femínistunum - enda afburðarskemmtilegt fólk :)

2 nýjar bækur komnar á bókalistann:
  • Jörðin - lúkkar rosalega flott af auglýsingunni að dæma!
  • Opið hús - girnilegar uppskriftir frá ýmsum löndum auk þess sem hægt er að kynnast heiminum betur. Búin að ákveða fyrirfram að þetta sé frábær bók :)
Svo er það 16 daga átakið - pistlarnir mínir þessa dagana tengjast því enda um að gera að nota tækifærið til að brýna þetta þarfa málefni.

Engin ummæli: