mánudagur, nóvember 07, 2005

Samruni

Blaðið segir í dag að Geir Haarde hafi stutt Vilhjálm í prófkjörinu vegna þess að Inga Jóna spúsa hans flutti ræðu til stuðnings Vilhjálmi. Er ekki Blaðið að taka eignaréttarákvæðið full langt með svona pælingum? Á Geir Ingu Jónu og eru hennar skoðanir frá honum komnar?

Held að það sé full ástæða til að spyrja að þessu því í síðustu viku lét blaðið að því liggja að Þórdís Sigurðardóttir hefði verið kosin stjórnarformaður Dagsbrúnar vegna þess að hún er systir hans Hreiðars Más.... en ég er inn á línu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum - konur á að meta að eigin verðleikum en ekki eiginmanna, feðra og bræðra!

Engin ummæli: