föstudagur, nóvember 04, 2005

Eftirmálar

Mér finnst sorglegt sumt af því sem hefur birst í fjölmiðlum eftir Kvennafrídaginn. Veit ekki hvað það er en það er eins og einhver hluti landsmanna geti ekki tekið skilaboðum sem 60.000 konur senda - og skilaboðin eru skýr. Við viljum jafnrétti - núna!

Er búin að lesa nokkra yfirmáta asnalega pistla eftir einhverja karla sem þykjast vera jafnréttissinnar en sjá ofsjónum yfir Kvennafrídeginum og þátttökunni þar. Heimskulegast af öllu eru þeir sem halda því fram að þarna hafi verið barátta hinna hálaunuðu millistéttarkvenna sem láti sig láglaunakonurnar engu varða... jamm - á Íslandi eru einmitt 60.000 hálaunakonur! Eða kallinn sem er prófessor (og hér er vert að hugsa aðeins um hæfni...) í viðskiptafræði sem skrifar hverja greinina á fætur annarri í Moggann og margtyggur að hann sé jafnréttissinni - en að jafnrétti geti vel verið þannig að konur sinni umönnunarstörfum og fái fyrir það skítalaun - sinni börnum og búi svo kallinn geti unnið langan vinnudag og fengið svimandi há laun fyrir... jamm - hann kann allavega ekki að hlusta, það er á hreinu.

Sem betur fer las ég líka góðar greinar frá körlum... gott að þeir jafnréttissinnuðu þegja ekki!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Konur höfum hátt! Líka þegar Kvennafrídagurinn er liðinn. Við þurfum bara að svara þessari vitleysu! Gera eins og Drífa í sinni grein, bara meira svona!

Nafnlaus sagði...

Ég hef aldrei kynnst konu sem hefur þann galla að tala of lítið. Þvert á móti. Ef hvetja á konur til að hafa jafnvel enn hærra þá held ég sala á heyrnarhlífum og töppum snar aukist. Einhverntíma sagði Tal frá því að stærsti hópurinn sem notaði farsíma til einkanota væru kvk á aldrinum 13-20 ára næsti hópur var kvk 20-30 ára, svo kom kvk 30-35 ára og svo þar á eftir komu kk 20-30 ára. Ég þori ekki að fullyrða þetta, en svona var þetta nokkurn veginn.

Þetta er bara útúrsnúningur :) Auðvitað eiga konur að nota þann byr sem þeim fylgdi með þessum degi til byltingar í jafnréttismálum.

Nafnlaus sagði...

Hahaha manuel - þarna gafstu eiginlega of gott færi á þér til að láta tækifærið ónotað...

"aldrei kynnst konu sem hefur þann galla að tala of lítið"... passar akkúrat inn í staðalímyndina um þægu sætu konuna sem leyfir manninum að tala ;)

En skil hvað þú meinar - en man eftir að hafa lesið rannsóknarniðurstöður sem sýna að konur tala mun minna en karlar þegar karlar og konur koma saman, þ.e. í blönduðum hópi fá karlar mun meiri tíma til að tala en konur - og grípa oftar fram í fyrir konum.

Nafnlaus sagði...

Skil ekki :) Held að þú eða ég séum að misskilja.

Nafnlaus sagði...

var bara að snúa út úr fyrir þér - af því að þú talaðir um að þú þekktir enga konu sem hefði þann galla að tala of lítið... sumir telja það til kosta kvenna ef þær tala lítið - eða jafnvel ekki neitt! En ég veit að þú ert ekki svoleiðis :)

Hitt málið er varðandi orðakvótann - þú vitnar í rannsóknir um símanotkun en ég benti á móti á rannsóknir um hver talar mest þegar kynin eru í blönduðum hópi - og þar tala karlar meira...

Nafnlaus sagði...

Já okey skil núna. Tala bara kallar ekki meira en konur í blönduðum hóp af því þeir hafa killer instinct en konur ekki? (evil head) :)

Nafnlaus sagði...

Já þú meinar - að markmiðið sé að drepa andstæðingin með..???? leiðindum??? :-þ