miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Er gott að fá jafnréttisverðlaun?

Mikið var ég ánægð með að Jón skyldi ógilda reglugerðina um skerðingu bóta til öryrkja. Það segir sig sjálft að það gengur ekki að taka af fólki lífsviðurværið síðustu mánuði ársins.

Aðrar fréttir eru ekki eins góðar - mér skilst að jólaballið hjá Háskólanum í ár verði klámball - og skólinn var að vinna jafnréttisverðlaun fyrir örfáum vikum. Það er kannski satt sem sagt er að eftir að fyrirtæki og stofnanir fái þessi verðlaun þá sé ástæða til að byrja að óttast... Eins og Hans Petersen sem sá enga ástæðu til að taka þátt í Kvennafrídeginum því fyrirtækið hafði unnið jafnréttisverðlaun fyrir langa löngu þegar kona var forstjóri og þar með var ekki þörf á að sinna jafnrétti meir! Og verðlaunin meira að segja notuð sem réttlæting fyrir að sýna ekki samstöðu á Kvennafrídeginum. Vonandi stendur HÍ sig betur og breytir ballinu úr klámballi í jólaball...

Engin ummæli: