fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Prófkjör

Mæli með heimsóknum á kosningaskrifstofum. Búin að heimsækja 4 slíkar á 2 dögum; Gísla Martein, Hönnu Birnu, Vilhjálm og Júlíus - í þessari röð. Náði að spjalla við þau öll og komast aðeins betur að því hver stefna þeirra er í jafnréttismálum - og hvaða þekkingu þau hafa í þeim efnum. Kemur kannski ekki á óvart að þekkingin er mest hjá Hönnu Birnu - konunni í hópnum... en annars fannst mér þekking á jafnréttismálum af skornum skammti hjá strákunum, þrátt fyrir jákvæðan og góðan vilja hjá sumum þeirra.

Engin ummæli: