mánudagur, nóvember 21, 2005

Eitt allsherjar samsæri!

Fyrst var femínistaspjallið hakkað og nú komst einhver ormur í bloggið mitt. Held að þetta hljóti að vera eitt allsherjar samsæri, enda samsæriskenningar alltaf skemmtilegastar!!!

Til að losna við orminn þurfti ég að skipta um template. Þetta verður að duga í bili og ég held að það sé bara ágætt því það eru að koma jól og þetta er eins og vel skreytt jólatré - allavega eru litirnir nógu margir :)

En annars er það helst í fréttum að Herra Ísland keppnin er á fimmtudaginn... vei, vei, vei - uhhh svei, svei, svei - meinti ég.

Frumraunin á NFS verður svo kl. 16:10 á föstudag...!

3 ummæli:

ErlaHlyns sagði...

Ég styð samsæriskenningarnar. Er sjálf mikið í að búa slíkar til :)

Nafnlaus sagði...

Svo þú hefur snúið upp á hendina á þeim hehehhehehe, kíki á þig. Góð Kata

Nafnlaus sagði...

eða öfugt... :)