sunnudagur, febrúar 12, 2006

Dótabúðir!

Þurfti að fara í dótabúð áðan - algjör horror! Það er eiginlega verra að þurfa að fara í dótabúð heldur en apótek - og þá er mikið sagt.

Playmobil - hægt er að fá kassa með þvottvél, straubretti, þvottasnúru - og konu að vinna verkin!

Bílar - hægt að fá Farmboy...

Svo er hægt að kaupa Gameboy...

Galdradótið var bara fyrir stráka...

Öskudagsbúningarnir eru kapítuli út af fyrir sig - og svo er auðvitað bleika deildin og bláa deildin.

En börnin sem sagt velja þetta sjálf - þau geta valið um að fá hitt og þetta í afmælis- og jólagjöf sem er kyrfilega merkt í bak og fyrir með myndum af "rétta" kyninu, í rétta litnum og með réttu kommentunum....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Cheer up!!! :)

Nafnlaus sagði...

Kona má alveg vera þunglynd eftir dótabúðarferð!!!

Barnaafmæli með dýrindis kökum gerir það nú samt að verkum að þunglyndið er skammlíft. :)