sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ekki missa af þessari frétt!

Er að spá í að senda eftirfarandi "frétt" á mbl.is:

Ráðið í óvissu
Ráð Femínistafélags Íslands hittist í gær til að halda námskeið. Leiðir lágu nálægt miborg Reykjavíkur þar sem færi gafst á að skoða húsasund sem fæst úr ráðinu höfðu séð áður. Ráðið gæddi sér á góðu bakkelsi og hló dátt á milli þess sem fundin voru ráð til að leysa öll heimsins vandamál. Dagurinn endaði með viðkomu á veitingahúsinu Ban-Thai og þar snæddi ráðið dýrindis kvöldverð. Þetta kemur fram á blogginu hugsdu.blogspot.com. Þar er hægt að setja inn athugasemdir um dýrindis fréttamat!

Mér sýnist að mbl.is verði himinlifandi að fá svona spennandi fréttir (sbr fréttina hér fyrir neðan) - enda hlutur kvenna í fjölmiðlum rýr.

Innlent mbl.is 26.2.2006 20:46
Fegurðardrottningar í
óvissuferð
Þátttakendur í fegurðarsamkeppni Suðurlands fóru í óvissuferð í gær. Var farið frá Selfossi með viðkomu á æfingasvæði Skotfélags Árborgar rétt við Þorlákshöfn og farið um Þrengslin til Reykjavíkur. Þar snæddi hópurinn kvöldverð og skoðaði sig um í höfuðborginni, að því er fram kemur á vefnum sudurland.net. Þar fer fram netkosning um hver meyjanna eigi að hljóta titilinn ungfrú Suðurland.

2 ummæli:

ErlaHlyns sagði...

Já, æðisleg "frétt" er þetta hjá þeim á mbl.is
Takk fyrir síðast

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir síðast :) Þyrftum að gera þetta oftar!