þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Sammála Rúnu

Sammála Rúnu í því að nýtt frumvarp um kynferðisbrot hefði mátt ganga lengra. Reyndar er frábært að löggjafinn ætli loksins að kalla nauðgun nauðgun - en ekki hluta þeirra misneytingu eins og er í núverandi lögum. En það ætti að afnema fyrningafrestin á brotum gegn börnum og eins er þessi linkind gagnvart kaupendum vændis óþolandi! Ég kenni karlaveldinu um það. Ef konur réðu til jafns við karla færi þetta í gegn. Ég efast ekki um það í eina einustu mínútu.

Engin ummæli: