mánudagur, febrúar 13, 2006

Pistlar

Ákvað að hætta með pistlana á NFS. Áhugasamar manneskjur geta samt áfram lesið pistlana mína í Viðskiptablaðinu á miðvikudögum :)

Skal reyna að vera dugleg að blogga um eitthvað jafnréttislegt í staðinn...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara hugmynd, en hvernig væri að taka upp á að koma með eina færslu svona af og til um jafnrétti á jákvæðum nótum. Þið feministar talið alltaf um að AÐRIR KOMI ÓORÐI Á YKKUR. En hvernig væri ef að þið mynduð svona af og til koma með jákvæða punkta. Þá myndi kannski þessi hefðbundna staðalýmind um feminista sem fúllynda og bitra kellingu minnka.

Auðvitað reynið þið að benda á gallana á jafnréttinu og það sem má bæta. En kommon það er líka í lagi að hrósa því sem vel er gert. Ef þið lyftið brúnunum og horfið með opnum hug á samfélagið þá má sjá fullt af mjög skemmtilegum og jákvæðum hlutum. Jafnvel þó að þið séuð með feministagleraugun á nefinu.

Þú ert mjög góður penni og mér finnst oft fróðlegt að lesa það sem þú skrifar. En stundum er aðeins of mikið myrkur yfir því sem þú skrifar ;)

Nafnlaus sagði...

Ég sem er alltaf að tala um hvað femínistar eru frábært fólk! Sem hlýtur að teljast jákvætt ;)

En - ég veit hvað þú meinar. Skal reyna að koma að einni og einni h-færslu...