þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Heilagur Valentínus

Ég las í Blaðinu í dag að valentínusardagurinn er uppruninn í kaþólskri trú. Ég sem var á báðum áttum um að yfirtaka bandaríska siði (réttlæti það með skólavist í USA)... en að yfirtaka kaþólska siði? En kaþólskan er víst eins og allt annað - með góðar og slæmar hliðar - og mín skoðun er sú að það er skynsamlegt að tína til allt það góða úr mörgum mismunandi stefnum og ná þannig framförum. Þess vegna er Valentínusardagurinn í hávegum hafður heima hjá mér. Neysluhyggjan að sjálfsögðu undanskilin... engar gjafir og ekkert súkkulaði!

Engin ummæli: