þriðjudagur, apríl 11, 2006

Allt er þegar þrennt er

Hjördís Hákonard var skipuð í embætti hæstaréttardómara - í þriðju tilraun. Hlutfall í hæstarétti mun því haldast óbreytt þegar Guðrún Erlends lætur af störfum. 7 karlar og 2 konur... Á kona að vera þakklát fyrir það? Held það myndi heyrast hljóð í sumum ef það væru 7 konur og 2 karlar í æðsta dómstól landsins. Ríkisstjórnin hefur farið illa með mörg tækifæri til að auka jafnrétti í landinu. Nú sjá þeir sér ekki annað fært heldur en að viðhalda allavega stöðunni.

En jú - víst er það gott að Hjördís var skipuð! Mjög gott :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jess!!! Ég var alveg hætt að fylgjast með þessu máli, var svo viss um að hún yrði ekki valin eina ferðina enn!! Mikið ofboðslega er ég ánægð með þetta!