föstudagur, nóvember 17, 2006

Kveðja fra Oslo

Ok - pant fá vont veður í fluginu á leiðinni heim! Nú er komin reynsla á þetta með góða verðið og vonda veðrið og það er pottþétt betra og skemmtilegra að fljúga í vondu veðri. 3 flug af 4 búin svo það fer að styttast í heimför...

Sit hér í góðu yfirlæti hjá Sóley í Osló. Loksins komin að heimsækja hana :) Kom í gærkvöldi og hér er búið að vera rosafínt. Ætlum að skella okkur í bíó í kvöld en röltum í bæinn í dag.

Það var rosagaman í Finnlandi. Mikið rosalega er Helsinki falleg borg! Námskeiðið sem ég var á var mjög áhugavert - allt öðruvísi en ég bjóst við en ég hef slatta af efni til að moða úr í framhaldinu. Námskeiðið hét Feminist Approaches to the Analyzis of Visual Cultures. Fyrsta daginn var rætt um arkitektúr, dag 2 um emotionalization og dag 3 um sexualization - hvort það væri allt slæmt eða hvort það leyndust tækifæri inn á milli. Parturinn um emotionalization innihélt mest af nýju efni fyrir mig. Eftir hádegi fyrstu 2 dagana voru workshops þar sem allar kynntu ph.d. verkefnin sín (nema ég með MA verkefnið mitt...). Verkefnin voru mjög fjölbreytt og áhugaverð, allt frá greiningu á the L-Word, pólitíkinni í kringum fæðingar, cyborgs og þar fram eftir götum. Við vorum 6 í mínum hóp og mér finnst verst að geta ekki gengið að því vísu að sjá lokaniðurstöðuna úr hverju verkefni fyrir sig... Hópurinn var mjög fjölbreyttur. Þarna voru konur frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Eistlandi, Rússlandi, Póllandi og svo ég Íslandi.

Sé að það er heilmikið að gerast heima. Kona má ekki skreppa burt í nokkra daga án þess að rektor segi af sér, fólk sé að skipuleggja stærri skemmdarverk en Kárahnjúka og þar fram eftir götum. Hvað er í gangi á Íslandi? Stjórnvöld minna á einhvern brjálaðan mass murderer með keðjusög í lélegri c-mynd... plís kjósið eitthvað annað í næstu kosningum!!!

By the way - einhvern tímann var L-Word til umræðu á þessu bloggi en með frekar óræðar niðurstöður. Eftir dvölina í Finnlandi er ég farin að halda töluvert upp á L-Word. Þátturinn er kannski ekki breakthrough í löndum eins og Íslandi en í Póllandi og víðar eru víst hópar af lesbíum sem taka sig saman, downloada þættinum af netinu (því hann er ekki sýndur í Póllandi) og horfa á hann saman, annaðhvort í heimahúsi eða á einhverjum bar. Þar gegnir þátturinn veigamiklu hlutverki í baráttu samkynhneigðra. Það er sem sagt ekki sama inn í hvaða aðstæðum þátturinn er veginn, metinn og gagnrýndur...

ps. KRFÍ er með vefborða inn á mbl.is sem segir: Kjósum konur. Óhætt að mæla með því :) Flott hjá KRFÍ.

3 ummæli:

kókó sagði...

Helsinki er ROSALEGA falleg og skemmtileg borg og ég fell alltaf í nostalgíu þegar ég veit af fólki þar. Fékk alveg fiðring í magann þegar Auður Magndís fór þangað.

katrín anna sagði...

Já það er óhætt að segja að Helsinki hafi komið á óvart. Langar mikið í frí þangað einhvern daginn... Ekki bara það að húsin hafi verið einstaklega falleg og rómantískur andi yfir borginni heldur fórum við á æðislega veitingastaði og kaffihús. Veðrið var milt og gott og bara allt frábært - nema lyktin á baðherberginu á hótelinu... en það er nú annað mál. Get alveg verið á öðru hóteli :-þ

Nafnlaus sagði...

varstu á Toorni?