þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Kyn kyn og meira kyn

Jæja þá fer að styttast í Noregs og Finnlandsför. Fer á föstudaginn... og hef alltof mikið að gera þangað til... En búin að klára sumt. Fór og kaus í prófkjöri Samfylkingarinnar í gær. Vona að ég hafi kosið rétt! Átti í stökustu vandræðum með að gera upp á milli fólksins á listanum og harðneita þess vegna að gefa upp hvað ég kaus! Bíð svo bara með í maganum eftir úrslitum. Eina sem ég gef upp er að ég kaus Ingibjörgu í fyrsta - ekki annað hægt. Varð samt ferlega spæld þegar ég kom heim og sá hana skælbrosandi yfir "sterkum" lista í Suðurkjördæmi. Listinn er karl - karl - karl - kona - karl. Veikur listi að mínu mati út af hörmulegu kynjahlutfalli og hún hefði átt að vera furious!!!

Horfði á myndina Iron Jawed Angels í síðustu viku - var horft á hana í tíma (auðvelt að vera kennari þá...). Mæli með að allir femínistar nær og fjær horfi á þessa mynd. Mæli líka með henni fyrir konur í stjórnmálum sem þurfa smá spark til að koma sér í jafnréttisbaráttu gír. Jafnrétti næst ekki með því að brosa blítt til strákanna og treysta þeim til að fara með öll völd í landinu! Ég reiknaði út hvernig staðan yrði á þingi miðað við þau úrslit prófkjara sem nú liggja fyrir en að öðru leyti óbreyttri stöðu.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Sem formaður flokks getur Ingibjörg ekki lýst sig óánægða með framboðslista flokksins!

Hún harmaði brotthvarf þingkonu í norðvesturkjördæmi og fékk skammir fyrir í fjölmiðlum. Einnig talaði hún um að Þórunn og Gunnar hefðu verið mjög jöfn í suðvestur kjördæmi og var ásökuð um að hafa ekki óskað Gunnari til hamingju (sem er rangt).

Á Suðurlandi sóttist engin kona eftir fyrsta sætinu. Í heild voru þær ekki margar í prófkjörinu. Þrír sitjandi þingmenn buðu sig fram, allt karlar. Niðurstaðan kom því ekki á óvart.

katrín anna sagði...

Ingibjörg getur vel lýst yfir vonbrigðum með einhliða karlalista... þó einhverjir verði óánægðir. Einhverjir verða óánægðir sama hvað hún gerir! Spurningin hvort skiptir meira máli þeir sem segja að kyn skipti ekki máli eða þeir sem vilja að það skipti miklu máli að bæði kyn komi að ákvarðanatöku.

kókó sagði...

Hvar nær femínisti í þessa mynd?

katrín anna sagði...

Ég leigi hana í Videohöllinni Lágmúla. Skilst hún sé líka til í videoleigunni á Klapparstíg - og örugglega fleiri leigum. En hún er algjört must see - byggð á sannsögulegum atburðum en "inspired" í að glæða karakterana lífi... Hér er heimasíða myndarinnar:
http://www.hbo.com/films/ironjawedangels/