fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Meira Boycott

Fyrir nokkrum árum skemmdi Vífilfell fyrir mér jólablandið með því að búa til hallærislegustu og asnalegustu Trópí auglýsingu ever. Ég missti samstundis lyst á Trópí og sendi kvörtunarbréf á markaðsdeildina. Þeirra viðbrögð voru að afsala sér ábyrgð og sendu bréfið á Saga Film og þaðan fékk ég eitthvað lame svar. Eftir það hefur heimilið sniðgengið vörur frá Vífilfelli eftir bestu getu. Það hafði meðal annars þau áhrif að jólablandið hætti að að vera kók, appelsín og malt og varð bara malt og appelsín. Í kvöld sá ég auglýsingu fyrir Egils Lite sem gerir það að verkum að ég hef misst áhugan á að versla við Ölgerðina.... Er ekki búin að senda þeim bréf en það stefnir allt í að jólaöl sé siður sem heyrir sögunni til á þessu heimili - sem er algjör bömmer. Eftir skoðun á heimasíðunni þeirra held ég að það sé tvennt sem ég á eftir að sakna frá þeim:

1. Jólablandið (sem betur fer er ég ekki mikið í gosinu aðra mánuði ársins...).
2. Rosemount vínið - sem er mest keypta vínið á þessu heimili... en ekki vikulegur gestur þannig að við hljótum að lifa það af að þurfa að skipta um tegund...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ætli þú sért ekki fyrsta manneskjan í íslandssögunni sem gefur sér tíma til að senda markaðsdeild bréf vegna hallærislegrar auglýsingar.

Silja Bára sagði...

heyr heyr! Ég er hætt að drekka Egils bjór, sem er uppáhalds bjórinn minn. Og ég hef drukkið hann ansi reglulega.

katrín anna sagði...

Nei, ég er hvorki sú eina né sú fyrsta sem sendi bréf út af auglýsingum - en tek fram að ég sendi bréfið ekki sökum hallærisheita heldur sexisma. Það vill bara þannig til að allar þær auglýsingar eru yfirmáta hallærislægar... út af sexismanum auðvitað!

Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að vörumerkjavirði Ölgerðarinnar aukist til muna, sniðgangi feministar vörur fyrirtækisins í náinni framtíð

ErlaHlyns sagði...

Ég hef oft sent bréf vegna hallærislegra auglýsinga. Ég sendi líka bréf vegna góðra auglýsinga.
Það mætti kannski segja að ég væri.. bréfaóð!

Mér finnst þetta virkilega flott og þarft hjá þér, Katrín Anna.

P.s. Af hverju segir Guðmundur Albertsson alltaf það sama, orðrétt?

katrín anna sagði...

ps. held það sé til að við náum þessu örugglega ;)