miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Ný frænka og framboð

Ég er búin að eignast splunkunýja frænku :) Megakrútt!

Ég á eftir að uppfæra Excelskjalið mitt góða með niðurstöðum úr framboðum og hvernig staðan lítur út varðandi fjölda kk og kvk. Miðað við úrslitin stefnir í stórskandal í næstu þingkosningum. Held jafnvel að það sé kominn tími til að skora á konur að íhuga sérframboð! Held það sé eina leiðin til að eiga séns í að fjölga konum á þingi næsta vor - eða jafnvel eina leiðin til að standa í stað...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fannst svo ótrúlega margar konur vera á leiðinni í framboð hjá VG í Reykjavík og komst síðan að því að þær eru aðeins 33% frambjóðenda! Ég er ekki alveg nógu ánægð með það... Lægra hlutfall en hjá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, átti einmitt von á öðru!

Nafnlaus sagði...

já, alveg ferlegt hvað þær voru fáar (hlutfallslega) sem létu verða af því að fara í framboð:(

Nafnlaus sagði...

eða ferlegt hvað karlarnir eru margir