þriðjudagur, nóvember 22, 2005

DV sukkar

Allt um hvernig atvinnurekendur geta útrýmt launamismun í Viðskiptablaðinu á morgun!

Svo byrjar 16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum á föstudag.

Það veitti ekki af að taka DV fyrir í átakinu. Forsíða blaðsins í dag er ógeðsleg. Þar er mynd af manni sem hefur verið dæmdur fyrir nauðgun og til hliðar er mynd af konu sem sögð er vera þolandi. EN - myndin er af henni á naríunum einum fata og er væntanlega úr einhverri fegurðarsamkeppninni, efri parturinn "blörraður". Það eru svona atriði sem fá mig til að trúa því að ábyrgðarmönnum DV er slétt sama um hvort hægt sé að draga úr ofbeldi eða ekki - þeim er bara sama um söluna. Og það er skítt... Forsíðan er ekki inn á visir.is í augnablikinu - ég vona að það sé vegna þess að þeir hafi tekið hana út af samfélagslega ábyrgum ástæðum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neibb forsíðan er ennþá inn á visir.is
Þessir menn kunna ekki að skammast sín og myndu gera allt til að selja fleiri skítasnepla. Þeir myndu örugglega birta myndir af nauðgun kæmust þeir yfir þær. bara blurra smá yfir andlitið á fórnarlambinu.
Gubb

Nafnlaus sagði...

Ég á það til að sniðganga fjölmiðla algjörlega í langan tíma ef þeir misstíga sig. Fm 957 er eitt gott dæmi. Ég hef ekkert hlustað á fm í mjög langann tíma. Ég hef meira að segja gengið svo langt að hætta viðskiptum við búðina mína vegna þess að fm hljómaði um alla búðina. Hér og nú og Dv fóru bæði í algjört straff eftir að þeir misstigu sig í umfjöllun um Bubba og passa ég mig ávalt á því að horfa ekki á forsíðuna á hvorugum þessa sorprita. Fleirri fjölmiðlar sem eru í straffi eru X-ið fín stöð en þeir sviku rokkið og því reyni ég að sniðganga hana, kemst samt ekki nálægt fm. Bylgjan,fréttablaðið,séð og heyrt,Popp tíví og margir aðrir. Sumt af þessu hljómar ansi heimskulega en... þetta er besta leiðin til að mótmæla.

Kannsi þessi neikvæða umfjöllun þín sé það sem þeir vilja. Eins og oft er sagt "öll umfjöllun er af hinu góða hvort sem hún er góð eða slæm).