miðvikudagur, desember 20, 2006

Bland í poka

Á eftir að blogga um allt of margt. Er búin að fylgjast með umræðum um Byrgismálið og vona bara að löggan rannsaki þetta og komist til botns í þessu. Hef reyndar ekki náð að fylgjast með umræðunni um greiðslur til viðmælenda. Það finnst mér vafasöm taktík...

Svo er hitt heitasta málið á dagskrá - er ok að löggan noti tálbeitur eða ekki? Ef við segjum já erum við þá ekki að kalla yfir okkur lögregluríki og skert persónufrelsi? Er ekki mögulegt að með tálbeitum myndu einhverjir glepjast sem að öðru jöfnu hefði ekki gert neitt misjafnt? Mér finnst allt í lagi að löggan hangi inn á á msn og þykist vera 12, 13 eða 14 ára stelpa og handtaki þá sem sýna kynferðislega tilburði gagnvart þeim notanda. Held að með því móti náist barnaperrar og hinir séu safe - og ekki með hið stóra auga vakandi yfir þeim alltaf hreint. Finnst annað að fara inn á tölvukerfin og garfa í gögnum eða fylgjast með skeytasendingunum heldur en að vera á netinu sem tálbeita. Er nú samt fylgjandi því að þeir séu ekki of flirty í þessu hlutverki heldur láti tilvonandi brotamenn um að koma sér sjálfir í snöruna.

Svo er það Framsókn - enn og aftur. Mér finnst skemmtilegt að í efstu sætum séu 2 karlar í Reykjavík norður og 2 konur í Reykjavík suður. Mér á eftir að finnast það skemmtilegt alveg þangað til niðurstaðan verður sú að í Reykjavík norður komast 2 karlar inn en í Reykjavík suður komast engar konur inn... Held nú samt að svo fari ekki svo ég er alveg róleg.

Engin ummæli: