mánudagur, desember 04, 2006

Lærum af Filippseyjum

Þeir kunna þetta á Filippseyjum. Íslenskt löggjafarvald og dómsstólar ættu kannski að fara í vettvangsferð og læra hvernig þetta er gert? Reyndar eru Filippseyjingar ekki fullnuma enn því þeir sýknuðu hina 3 en þeir eru allavega 40 árum á undan Íslendingum samt sem áður....

Vísir, 04. des. 2006 10:05

40 ára fangelsi fyrir nauðgun
Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki.

Er þetta talið mikilvægt mál fyrir kvenréttindafólk og á sama tíma er það talið staðfesta sjálfstæði eyjanna gagnvart fyrrum nýlenduveldi sínu, Bandaríkjunum. Höfðu um 100 manns safnast saman fyrir framan dómshúsið til þess að styðja við konuna og var ákaft fagnað þegar dómurinn var kveðinn upp

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þar sem rannsóknir hafa gefið það til kynna að lítið sem ekkert fylgi er miili harðari refsinga og minni afbrotatíðni myndi ég ekki vilja vera skattgreiðandi á Íslandi ef það ætti að taka upp þessa stefnu. Ég er samt ekki að segja að mér finnist þessi glæpur ekki verðskulda harða refsingu.

Mér finnst þetta mjög óþægileg frétt þar sem lesa má út úr henni að maðurinn hafi verið dæmdur vegna þrystings og lengdin hafi verið svona statement til USA. Hvort það sé eitthvað til í þessu eða hvort fréttin hafi bara óvart gefið þetta skyn veit ég ekki.

katrín anna sagði...

Mér finnst alltaf gott þegar kynferðisbrotamenn eru teknir af götunni.... Fínt að hafa þá í jailinu sem lengst... Hef ekki trú á öðru en að maðurinn sé dæmdur nema vegna þess að hann er sekur. Því miður voru meðkrimmar hans látnir lausir.