mánudagur, desember 11, 2006

So you think you're a feminist?

Benji vann So you think you can dance. Þættirnir breiðast út eins og eldur í sinni og nú vilja allir dansa - eðlilega því það er svo gaman að dansa. Væri ekki tilvalið að einhver mógúllinn tæki sig til og gerði raunveruleikaþátt sem héti So you think you're a feminist? Þá væri hægt að velja saman alls konar fólk sem heldur að það sé óttalega jafnréttissinnað og leggja fyrir það kynjaðar þrautir. Mesti femínistinn vinnur - og eftir þáttinn vilja allir vera femínistar! Getur ekki klikkað... Ég myndi gera þetta sjálf nema ég er ekki mjög hrifin af reality TV conceptinu...

5 ummæli:

kókó sagði...

hei, hei, hei - getur ekki hætt við útá það!
En já, ég vildi að Benji ynni.

Nafnlaus sagði...

Snilld!

ErlaHlyns sagði...

Frábær hugmynd!! ;)

Nafnlaus sagði...

En að blanda saman "So you think you can dance?" og "Frægir í form" og búið til "Frægir verða femínistar". Fengið ríkisstjórnina til að taka þátt, alla ritstjóra fjölmiðla, stjórnarformenn helstu stórfyrirtækja o.s.frv. Allir keppast við að koma sér í femínískt form... -Verður örugglega meiri aðsókn í það en X-factor!

katrín anna sagði...

Haha. Þú ert snilli. Langar þig ekki að gerast raunveruleikasjónvarpsþáttaframleiðandi?