föstudagur, desember 22, 2006

Enn eitt skrýtið - svo er ég hætt í bili

Þetta er líka óskiljanleg frétt:

Veröld/Fólk AFP 22.12.2006 14:54
Ungfrú Nevada svipt titlinum
Ungfrú Nevada hefur verið svipt titlinum vegna mynda sem hafa verið birtar af henni þar sem hún kyssir aðra stúlku. Myndirnar voru birtar á vefnum TMZ.com og á þeim sést Katie Rees, 22 ára, sem vann keppnina um ungfrú Nevada-ríki í október, kyssa aðra stúlku og þreifa á henni brjóstin.
Paula Shugart, forseti Miss Universe Organization, sem sér um keppnina um val á fegurstu konu Bandaríkjanna, segir að Rees hafi verð svipt titlinum og leyst frá skyldustörfum sem ungfrú Nevada árið 2007, samkvæmt tilkynningu frá Shugart.
Sú sem lenti í öðru sæti í keppninni mun taka við titlinum sem ungfrú Nevada og um leið keppa um titilinn ungfrú Bandaríkin.
Umboðsmaður Rees segir í yfirlýsingu að hún hafi einungis verið sautján ára þegar myndirnar voru teknar og um dómgreindarskort hafi verið að ræða.
*********
Hefði hún haldið titlinum ef hún hefði verið að kyssa strák? Hér er allavega enn ein sönnunin komin fyrir því af hverju fegurðarsamkeppnir eru fáránlegt fyrirbæri og hvers vegna það er alls ekki til fyrirmyndar að taka þátt í svona keppni...

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef persónulega ekkert á móti fegurðuarsamkeppnum, en þetta mál er ekkert nema fordómar gegn samkynhneigð.

katrín anna sagði...

Mér væri líka skítsama ef þetta þætti ekki til svona mikillar fyrirmyndar - að vera sátt við að vera vegin og metin eftir útliti, sátt við að eiga frama sinn undir því kominn að spóka sig um á bikiníi og háum hælum, sátt við að kona geti bara verið sæt ef hún er ógift, barnlaus og á aldrinum 18 - 24 ára... - sátt við að mega ekki kyssa stelpu til að geta verið með titilinn - sátt við að geta ekki varið titilinn að ári - sátt við að hafa ekki of pólitískar eða sjálfstæðar skoðanir heldur geta brosað og kinkað kolli á réttum stöðum til að fólkið umhverfis þig stuðist alveg örugglega ekki...

Allt þetta sem er ekki til þess fallið að konur séu metnar sem manneskjur heldur sem skrautmunir sem hafi fátt til heimsins að leggja annað en að brosa... og þess vegna sé völdunum betur varið hjá köllunum.

Nafnlaus sagði...

Þú getur nú ekki bara varpað þessu á konur. Þeir sviftu herra ísland tittli í fyrra minnir mig fyrir "ósæmilega" hegðun, körlunum í þessum keppnum er stjórnað jafn mikið. Enda efast ég um að nokkur manneskja geri af þessu lífs starf.

katrín anna sagði...

Jú jú, körlunum er stjórnað næstum jafn mikið í keppninni. Samt munur á því að kk keppandi mátti sitja fyrir í Bleikt og blátt en kvk keppandi ekki sitja fyrir hjá Playboy.

Munurinn er hins vegar sá að ennþá er ekki litið á þá karla sem vinna sem eins miklar fyrirmyndir fyrir aðra karla eins og hjá konunum - út í samfélaginu. Þeim er ekki hampað eins mikið í fjölmiðlum og þeir fá ekki sömu atvinnutækifæri á eftir. Afleiðingarnar af keppni karla fyrir aðra karla og sá þrýstingur sem þeir verða fyrir er því ekki eins mikill. Hins vegar getur vel farið svo að með árunum aukist sá þrýstingur jafnt og þétt og það er aldrei að vita hvar þetta endar...

Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf þótt herra íslands hálf sorgleg keppni, enda ekki miklar karlmennsku ýmindir þar á ferð, enda finnst mér það ekki karlmannlegt að liggja í ljósum, endalaust í hárgreiðslum og jafn vel mála sig áður en menn stíga á svið.
En einhvern veginn á þessi ýmyndir átt meira við konur en karla. Hugsa að þar liggji meiri hluti ástæðunnar fyrir þessari mismunandi pressu sem á konunum lyggur.
Svo hélt ég að þú værir hvort eð er á móti því að stelpur sætu fyrir í klámblöðum þannig að ég átti von á að þér þætti það jákvætt en ekki neikvætt ;)

katrín anna sagði...

Einhvern veginn finnst mér nú bara hálf hallærislegt líka að taka þátt í endalausri og skaðlegri útlitsdýrkun. Því miður hefur sú pressa verið einkar mikil á mitt kyn... og mér finnst ekkert gaman að það sé allt saman tengt við kvenleikann ;)

Varðandi klámblöðin þá er það alveg rétt hjá þér að ég er ekki hrifin af þeim. Það breytir hins vegar ekki að konu- og karlasýningin mismunar keppendum eftir kyni ef þau hafa tekið þátt í slíku...

Nafnlaus sagði...

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað er í gangi með þessar staðalímyndir?

Það var haldin sýning hér í sumar. Sýning til að efla staðalýmindir kvenna. Sýningin bar heitið "KONAN". Sýningin sendi mjög slæm skilaboð til kvenna og var eins og frumkvöðlar sýningarinnar hafi hugsað sem svo "Konur á Íslandi eru orðinn of misleitur hópur, við verðum að beina þeim aftur á leið til útlitsdýrkunar". Það sem ég sá útúr þessari sýningu var að þessir aðilar ætluðu nú heldur betur að grafa undan feministum. Það átti að fá allar konur þangað (allavega virðist það vera hugsunin þegar tekið er mið af því hvar sýningin var haldin). Skilaboðin voru mjög ákveðin "vertu sæt!!!!!!"

Þarna voru staðlaðar fyrisætur að ganga eftir pöllum til að sýna konum hvernig átti að klæða sig, og um leið hverslags líkami á að vera í þessum fötum. Konur gátu þarna lært að farða sig, til að geta nú alltaf verið fallegar í framan. Konum bauðst handsnyrting á sýningunni, því það skiptir öllu máli. Þarna var minnir mig sýnt hvaða undirföt væru best til þess fallin að æsa karlmenn, því konur þurfa jú líka að líta vel út þegar fötin fara af. Gríðarleg ósköp af snyrtilínum sýndi konum hvernig þær gætu haldið aftur af öldrun húðarinnar, því ellimerki falla auðvitað ekki inn í þá ýmind sem þarna var komið inn hjá konum. Þarna var einhver bás líka sem var að kynna eitthvað í sambandi við ungabörn, ef konur skildu nú vera farnar að gleyma hvert meginhlutverk þeirra væri. Ég gæti líklega skrifað endalaust áfram.

Á þessari sýningu voru líka ýmsir fyrilestrar kynntir um hvernig konur eiga að koma sér áfram í pólitík og atvinnulífinu. Þær sem ekki mættu á þessa fyrilestra gátu því lagt saman tvo og tvo hvernig besta aðferðin væri til að koma sér áfram í starfi.

Jafnvel þó fyrirlestrarnir hafi eflaust verið góðir, áttu þeir engannveginn heima á þessari sýningu. Með þessu var verið að senda misvísandi skilaboð, einkum og sér í lagi til þess meirihluta sem ekki fór á fyrirlestrana.

Mótshaldarar fengu þessar "sterku" konur til að halda fyrilestra og þannig óbeint leggja blessun sína yfir sýninguna.

Þegar ég sá auglýsinguna um sýninguna hugsaði ég með mér "Váááá hvað það á eftir að heyrast í feministum núna, þarna er verið að prómótera allt sem feministar berjast gegn". Ég beið eftir umræðunni í daga og svo vikur. Þá var mér allt í einu ljóst að feministar ætluðu að leggja sýningunni lið. Allt í einu ranghvoldist allt sem ég hélt að ég væri búinn að átta mig á varðandi feminisma. Ekki aðeins ætluðu feministar að leggja belssun sína yfir viðburðinn heldur ætluðu þeir að verða virkir þáttakendur í sýningunni og þá ekki sem mótmælendur.

Ég er því hægt og rólega að fara yfir það sem mér hefur yfirsýnst í hverju staðalýmindir eru fólgnar. Ég er að reyna átta mig á því hvort feministarnir lögðu blessun sína yfir sýninguna vegna þess að það voru konur sem ætluðu að halda þessum staðalýmindum að öðrum konum. Eru staðalýmindir bara slæmar ef það eru karlar sem halda þeim að konum?

katrín anna sagði...

Ég held ég þurfi að skrifa sérpistil til að svara þessu... Ég er auðvitað partur af þessari Konusýningu - enda með fyrirlestur þar. Þess vegna kynntist ég aðeins umgjörðinni í kringum hana líka. Ég veit að upphaflega ætluðu mótshaldarar að vera með fjölbreytta flóru en hins vegar fór það svo að þau fyrirtæki sem vildu vera með voru mörg hver í útlitsbransanum. Það kom mér þó á óvart (skemmtilega) á sýningunni að þarna var slatti af fyrirtækjum að kynna íslenska hönnun. Svo má ekki líta fram hjá því að mörg af útlitstengdum fyrirtækjum byggja á iðngreinum þar sem konur hafa menntað sig og aflað sér færni á sínu sviði. Iðnin er oft á tíðum góð og gild út af fyrir sig - líka útlitstengdar iðnir. Allavega væri ég ekki til í að leggja niður hárgreiðslu- og snyrtistofur. Það sem er hins vegar ekki í lagi er markaðssetningin í kringum útlitsiðnaðinn, áhersla á staðalímyndir og hversu stóran þátt útlit á að spila í "virði" hverrar konu.

Ég ákvað allavega á sínum tíma að slá til og vera með fyrirlestur á sýningunni vegna þess að þar væri kannski hópur af konum sem væru að spá í útlitsiðnaðinn en hefðu bæði gagn og gaman af að skoða hann út frá jafnréttissjónarmiðum líka. Fyrirlesturinn minn fól í sér gagnrýni á útlitsdýrkun, hefðbundnum skilgreiningum á kvenleikanum og afleiðingunum. Ein úr ráði Femínistafélagsins var í viðtali í morgunútvarpi RUV daginn fyrir sýninguna að fjalla um hlutverk svona sýningar... þannig að það er nú ekki alveg rétt að femínistar hafi ekki látið heyra í sér um málið.

En það verður alltaf erfitt að finna fara þessa fínu millileið - í bjútíbransanum er aragrúi af konum í sjálfsstæðum rekstri - sýnir að konur geta alveg rekið fyrirtæki og gert það vel. Baráttan snýst ekki um að konur hætti að mála sig, hætti að ganga í fallegum fötum eða því um líkt. Aftur á móti er verið að berjast fyrir því að þetta sé ekki það sem kvenleikinn snýst alfarið um og að kröfurnar séu ekki óraunhæfar eða byggð á staðalímyndum.

Sýning eins og Konan er víst ægivinsæl í Danmörku og ég held að stefnan hér sé að hafa svona sýningu einu sinni á ári. Ef það á að takast að hafa sýninguna fjölbreytta þar sem staðalímyndir eru ekki allsráðandi þá verða þeir sem eru utan við þann bransa að vera tilbúin til að taka þátt í sýningunni. Annars sitja hinir einir eftir... Skal athuga hvort ég finni ekki hlekkinn á kvenleikann sem ég notaði á sýningunni og skella honum inn á eftir...

katrín anna sagði...

ps. ætlaði að setja hlekkinn inn en þá komu þessi skilaboð:

This video has been removed due to terms of use violation

So sorrý - en þetta var alveg frábær lýsing á kvenleikanum!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst undarlegt að gagnrýna þörf fólks fyrir að líta vel út. Mér finnst ekkert að því að fólk fái tækifæri á að skoða á sýningu sem þessari aðferðir til að koma í vegfyrir hluti sem að þeim finnst ekki líta vel út, eða til að bæta um betur.
Engu að síður er sú útlitsdýrkun sem fram fer í dag til skammar, og ótrúlegt hvernig ætlast sé til að fólk (aðalega kvk) hafi sig í frammi til að eltast við allt sem tengist útliti. Mér finnst persónulega þó ekki skifta neinu máli hvort kvennmenn eða karlmenn stjórni eða eigi fyrirtækin sem eiga þar hlut að máli.
Við höfum öll þörf fyrir að líta vel út og vera sátt við okkur sjálf.
Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er anorexian sem er að tröllríða öllu, en maður vonar að hún verði á undanhaldi þar sem mörgu tískufyrirtæki og sýningar aðilar eru farnir að banna of horuð módel hjá sér sem er endalaust jákvætt skref.
ps. Ég veit þetta comment hjá mér er hálf ritjulega skrifað, en ég er orðin mjög þreyttur og hafði of mikið að reyna að skrifa á of stuttum tíma.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að feministar vilji ekki að konur hætti að fara í klippingu eða hætti að hugsa um útlitið.

Nafnið á sýningunni og aðaláherslan í sýningunni er staðalmyndandi. Auðvitað væri bara eðlilegt að það væru þarna eitthver fyritæki að kynna útlitstengdar vörur. En að það væri nánast hver einasti bás sem væri að kynna eitthvað er varðar útlit er langt frá því að vera eðlilegt.


Ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka svarið þitt Katrín. Þú talar um að mörg af þeim fyritækjum sem voru að tryggja það að konur færu nú ekki útfyrir staðalýmind kvenna væru rekin af konum eða eitthvað álíka. Á ég að túlka það sem svar við þeirri spurningu hvort það sé í lagi að halda staðalýmindum að konum svo lengi sem það eru konur sem standi fyrir því en ekki karlar? Þá er það þáttur sem mér hefur yfirsést í staðalýmindum.

Ég ætla ekkert að vera með stæla en eftir þetta hefur mér fundist ákveðin hræsni í því að feministar útúði fegurðarsamkeppnum þar sem þær byggja á staðalýmindum, en eru að sama skapi tilbúnar að leggja blessun sína yfir ógnastóra sýningu sem elur á staðalýmindum úr öllum áttum.

Ég hefði helst viljað sjá feminista sniðganga sýninguna. Það væru skýr skilaboð um afstöðu feminista til staðalýminda. Að feministar hafi verið þáttakendur í sýningunni að hluta hlýtur að senda þau skilaboð að sýningin hljóti samþyggi þeirra. Jafnvel þó þáttaka þeirra hafi ekki snúið að því að staðla allar konur.

Nafnlaus sagði...

En svo ég tali nú líka um færsluna þína þá skil ég þessa aðila alveg. Ég veit ekki hversu langt rannsóknarvinna þín leiddi þig en ef þú hefur séð umræddar myndir finnst mér að öllum ætti að vera það skiljanlegt af hverju henni var vikið úr keppni. Þetta er í raun sama ástæðan og herra ísland var sviptur titlinum og því finnst mér ekki hægt að tala um tvöfalt siðgæði hvað þessi dæmi varða. Hér er linkur á þær myndir sem urðu henni að falli http://www.tmz.com/photos/miss-nevada/114765/

ps
Ef þér finnst myndirnar of grófar máttu auðvitað eyða þessu innleggi.

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki séð neitt "gróft" við þessar myndir, þarna eru bara unglingar að vera unglingar, rétt eins og mikið er um á djamm síðum hérna heima.
Mér finnst út í hött að það sé hægt að krína þig eitthvað fyrir að vera þú, og ætla svo að stjórna þér meðan þú heldur titlinum. Enda þó ég hafi ekkert á móti þessum keppnum þá ber ég ekki mikla virðingu fyrir þeim. Mér finnst þetta ekki eðlileg brottrekstarsök, né það sem herra ísland gerði á sínum tíma.

katrín anna sagði...

Pointið með hvort þetta sé brottrekstrarsök eða ekki finnst mér að eigi að vera að það sama eigi að ganga yfir báðar keppnir. Fyrrum Herra Ísland sat fyrir hjá Bleiku og bláu á sínum tíma og var ekki rekinn úr keppni þrátt fyrir það. Sú sem var rekin úr Ungfrú Ísland keppninni lagði fram kæru til kærunefndar jafnréttismála...

En aftur að sýningunni Konan. Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það að konur viðhaldi staðalímyndum, eins og þú ættir að vita eftir reglulegan lestur á blogginu ;) Þér verður kannski rórra að vita að einu sinni tók ég þátt með svipuðu móti í Ungfrú Ísland.is keppninni? Þá fórum við 2 í viðtal í keppninni, uppi á sviði, í beinni útsendingu... Sýningin Konan skipar ekki sama sess í samfélaginu og hinar árvissu konusýningar. Skil ekki alveg af hverju þú fókusar svona mikið á þá sýningu - þó ég skilji vel gagnrýnina þína á sýninguna og tek undir hana. Ég myndi líka skilja að þú myndir gagnrýna FÍ ef við færum í fjölmiðla og hrósuðum sýningunni í hástert... það gerðum við ekki. Erindið mitt hét "Hvenær týndist kvenleikinn" og fjallaði skaðsemi útlitsdýrkunnar og staðalímynda.