fimmtudagur, desember 14, 2006

Forgangsröðun

Spurning: Þú átt von á gestum eftir stutta stund. Þú átt eftir að græja heimilið og 2 valkostir eru í boði:

a) taka til
b) festa upp boxpúðann

Þú hefur bara tíma til að gera annaðhvort. Hvort verður fyrir valinu?

7 ummæli:

Eyja sagði...

Hvort eru gestirnir líklegri til að hjálpa þér við að taka til eða að festa upp boxpúðann? Um að gera að virkja gestina.

katrín anna sagði...

Damn... ég valdi boxpúðann og við vorum búin að setja hann upp þegar gestirnir komu. Fattaði ekki að biðja þær um að taka til! Man það næst.

Annars var mér hugsað til þín í dag þegar ég var að búa til pláss fyrir gestina. Kannski ég gefi þér í jólagjöf að skila þér því sem þú átt hjá mér...! Hrikaleg góð.

Nafnlaus sagði...

a) því það væru engar líkur á að hjá mér væri boxpúði.
En Eyja góð ;o)

PS. Þoli ekki þessi blogg sem muna ekki lengur eftir mér. Ert þú komin með betablogg?

katrín anna sagði...

Já er víst komin með betablogg. Ef það er einhver huggun þá hefur mitt eigið blogg líka gleymt mér...

Silja Bára sagði...

döh... boxpúðann!

kókó sagði...

En varla ertu svo frústreruð að þurfa boxpúða?

katrín anna sagði...

Tja... fékk boxpúðann í jólagjöf frá manninum fyrir 2 árum svo það er spurning hvað hann segir! ;)

Reyndar er púðinn fyrst að komast upp núna svo það er kannski mælikvarði á að ástandið sé þolanlegt :) En skal reportera hvort að hann hressi, bæti og kæti þegar komin er reynsla á hann.