mánudagur, desember 18, 2006

Þegar piparkökur bakast

Ef piparkökulandið Ísland bragðast eins vel og piparkökurnar sem ég bakaði skv uppskrift frá bræðrunum í Brauðhúsinu, Grímsbæ - sem bökuðu einmitt piparkökulandið - þá er þess virði að splæsa í nokkur eintök.... Svo er málstaðurinn líka góður :) og slatti af sjálfboðaliðum sem stóð á bak við piparkökugerðina. Ég klikkaði þó á því - enda búin að komast að því að ég næ ekki að anna meira sjálfboðaliðastarfi heldur en fyrir FÍ!

En hér er uppskriftin að piparkökunum. Hún birtist í Jólablaði Fréttablaðsins. Ég held satt að segja að þetta séu bara bestu piparkökur sem ég hef smakkað!

4 dl speltmjöl
4 dl sigtað spelt
3 dl reyrsykur
2 tsk engifer
4 tsk kanill
2 tsk negull
1/4 tsk pipar
2 tsk matarsódi

Blandað saman í skál
180 g smjör mulið saman við
1 dl mjólk 1 dl sykurrófusíróp
Bætt við og allt hnoðað saman.

Ég notaði venjulegt síróp og fínan hrásykur frá Rapunzel - finnst grófi hrásykurinn yfirleitt ekki góður í kökur. Notaði aðeins minna af sykrinum er uppgefið og aðeins meira af negul (finnst hann svo góður). Deigið varð líka frekar blautt svo ég þurfti að bæta við slatta af sigtuðu spelti.
Best er ef deigið fær að standa í ísskáp yfir nótt áður en bakað er. Fletjið deigið út, stingið út kökur og bakið við 200°c í u.þ.b. 10 mín.

Við prófuðum að skreyta hluta af kökunum með flórsykurbráð en þær eru betri óskreyttar...

Engin ummæli: