laugardagur, desember 16, 2006

DaVinci, flugdrekahlauparinn og Salvör...

Salvör skrifaði í dag um Cult Shaker... mæli með pistlinum hennar, sjá http://salvor.blog.is/blog/salvor/

Sá DaVinci lykilinn áðan - loksins. Held að það sé betra að sjá myndina svona löngu eftir að bókin er lesin. Myndin verður betri fyrir vikið. Ég man ekki nákvæmlega hvaða gagnrýni hún fékk en mér fannst hún allt í lagi - ekkert meistarastykki en mér leiddist ekkert að horfa á hana.

Las Flugdrekahlauparann um daginn. Átti alltaf eftir að blogga um hana. Vona að þið séuð öll búin að lesa hana - og ef ekki, endilega drífið í því. Þetta er rosalega góð bók og ætti eiginlega að vera skyldulesning.
Hér er brot úr viðtali sem Karl Blöndal tók við höfundinn (fann þetta á vef JPV):

Vendipunkturinn í bókinni er þegar Amir ákveður að flýja bullurnar, sem eru að pynta Hassan, fremur en að koma vini sínum til bjargar. Í grein í dagblaðinu New York Times er því lýst hvernig þessi þáttur bókarinnar hafi minnt lesanda frá Suður-Afríku á það hvernig menn litu í hina áttina á meðan aðskilnaðarstefnan var þar við lýði og lesandi, sem upplifði ofsóknir nasista á hendur gyðingum, var minntur á það hvernig þær voru látnar viðgangast.

"Þetta er lykilatriði í bókinni," sagði Hosseini. "Þetta er augnablik aðgerðarleysis. Amir er sem lamaður við það sem hann sér, það endar með því að
hann gerir ekkert og það hefur áhrif á líf hans það sem eftir er."

6 ummæli:

kókó sagði...

Salvör frábær, ekki lesið Flugdrekahlauparann en lesið og séð DaVinsi. Var heilan vetur að lesa bókina. Sá myndina í flugvél og var alltaf að hækka og lækka, mjög pirrandi.

Nafnlaus sagði...

Ég hætti að lesa Flugdrekahlauparann þegar ég átti einhverjar 60 bls eftir c.a. Mér fannst hún alveg skelfilega leiðinleg og lítið spennandi. Það gæti auðvitað spilað inní að ég frétti í miðri bók að það væru allir að dásama bókina. Ég þoli ekki að vera sammála.

Las DaVinci lykilinn og fannst hún bara ágæt. Þegar myndin kom ákvað ég að ég myndi aldrei horfa á hana enda reyni ég að sniðganga myndir sem allir lofsama s.b Brokeback mountain, Cold mountain, Shindlers list o.s.frv. Hinsvegar hefur komið á daginn að allt þetta "fuss" var bara eftirvænting. Fólk er nú almennt á því að myndin hafi ekki verið neitt sérstaklega góð þannig að ég mun kannski kíkja á hana.

Ég skil vel að feministar séu óánægðir með þessa markaðsetningu á Cult Shaker. Áður fyrr hefði maður sagt pirraður að þetta feministavæl væri orðið svolítið þreytt, en nú fá feministar klapp á bakið fyrir að bregðast við.

Ps'
Má ég spurja svona offtopic? Er feministafélag Íslands ríkisstyrkt?

katrín anna sagði...

FÍ er ekki ríkisstyrkt sem félagasamtök, þ.e. við erum ekki á fjárlögum og fáum ekki peninga í rekstur. Við sækum hins vegar um styrki fyrir einstök verkefni og höfum fengið styrki frá nokkrum ráðuneytunum. Höfum til dæmis fengið styrki í Karlmenn segja nei við nauðgunum átökin og nokkur önnur verkefni.

Nafnlaus sagði...

Það finnst mér gott að heyra þ.e að þið skulið fá styrki. Reyndar finnst mér að ríkið mætti alveg setja pening í FÍ bara til þess að þetta sé ekki bara eitthvert áhugamannafélag. Þó ég sé ekki oft sammála aðferðum og leiðum að lausnum hjá FÍ finnst mér þetta ómissandi félag. Það sem er að gerast í jafnréttismálum á Íslandi í dag má yfrileitt rekja til þrýstings FÍ. Menn eins og ég sem vilja ekki kalla sig feminista en eru fylgjandi jafnrétti hljóta að vera sammála um að öll jafnréttisumræða og vitundavakning á ójafnrétti er af hinu góða.

Ég veit svo aftur á móti ekkert um hvort þið í FÍ kærið ykkur eitthvað um að verða ríkisbákn.

Ég ætlaði nú ekki að snúa útúr umræðunni. Ég varð bara allt í einu forvitinn um þetta ;)

katrín anna sagði...

Ég hefði nú ekkert á móti því að félagið ætti sér samastað og gæti verið með starfsmann í heilu eða hálfu starfi... Það væri ljúft :)

kókó sagði...

Svo má nefna að sveitarfélög hafa líka styrkt einstök verkefni og einhver fyrirtæki.