þriðjudagur, desember 19, 2006

Eintómur áróður...

Enn eitt celebið lýsir því nú yfir að súludansinn styrki sjálfsmat kvenna. Jamm. Það er örugglega satt að súludans styrkir sjálfsmat þeirra kvenna sem byggja allt sitt sjálfsöryggi á því hversu vel þeim gengur að þóknast karlkyninu! Þeim sem finnst undirgefni kúl eru örugglega hæstánægðar þegar þær eru hvað undirgefnastar. Segir sig sjálft. Fyrir konur sem telja að sjálfsöryggi kvenna ætti að felast í því að vera manneskja á eigin forsendum og að kynin eigi að vera jafningjar gerir súludans allt annað en að styrkja sjálfsmatið. Súludansinn er partur af kynlífsiðnaði sem lítur á konur sem söluvörur. Súludansiðnaðurinn segir að konur séu ómennskar neysluvörur sem "æðra" kynið (þ.e. karlkynið) eigi að neyta en ekki njóta. Súludansiðnaðurinn segir að allir karlar, burtséð frá eigin verðleikum, geti keypt sér aðgang að líkömum kvenna því það sé þeirra réttur. Þeir eiga rétt á konum. Þeir eiga konur...

Hér er annars fréttin af mbl.is:
Kate Hudson segir súludans styrkja sjálfsmat kvenna
Leikkonan Kate Hudson hvetur allar konur til að prófa súludans því að hann hafi styrkjandi áhrif á sjálfsmatið. Hudson hefur ekki farið í launkofa með að hún hefur sótt námskeið í súludansi undanfarið og núna hefur hún lýst því yfir að þetta sé eitthvað það skemmtilegasta í heimi. Súludans sé „eitt af því sem maður veit ekki að maður getur fyrr en maður prófar það“.
Hún segir í viðtali við Cosmopolitan: „Maður fer [á námskeiðið] með mörgum stelpum og skemmtir sér konunglega. Allir koma þaðan með hárið í flaksandi og setjast upp í bílinn, kveikja á útvarpinu og manni finnst lífið æðislegt!“
Fyrr á árinu skildi Hudson við manninn sinn, rokkarann Chris Robinson. Hún segir að með því að sveifla sér á súlunni hafi hún þjálfað vöðva á stöðum þar sem hún hefði ekki vitað að væru vöðvar. Hún segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hún fór á súludansnámskeiðið og núna geti hún klifrað upp súluna án þess að nota fæturna.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En er það ekki þannig að þær eru að gera þetta sem leikfimi? Þær fá enga viðurkenningu frá karlkyninu í þessum tímum þar sem þeir eru fyrir konur. Mér finnst þetta svolítið eins og að fara á skotæfingasvæði og æfa sig á skammbyssu. Það er sárasaklaust að skjóta úr skammbyssu svo fremi að henni sé ekki beint að lifandi verum. Mér finnst svosem ekkert að því að konur stundi súludansinn í þeim tilgangi einum að komast í gott form. Það er einn af fylgifiskum þess að komast í gott form að sjálfsmatið eykst. Þegar súludans kvenna er orðinn af afþreyjingu karla skil ég vel að feministar hreyfi við mótmælum. Mér finnst það hinsvegar ekki skipta máli þó konur stundi þetta án áhorfenda. Það er enginn lítillækkun í því.

katrín anna sagði...

Málið er samt sem áður að með þessu er súludansinn normaliseraður - í hvaða tilgangi sem hann er stundaður. Það sem er merkilegt við þetta er af hverju þessi tegund af dansi stuðlar að auknu sjálfsmati kvenna umfram aðra dansa???? Svarið er að finna í undirgefninni og því að uppfylla skilgreiningu karlmanna á hvað er eftirsóknarvert og sexý. Þetta eru ekki forsendur kvenna heldur er þetta algjörlega á karllægum forsendum, sbr male gaze... karlar horfa á konur og konur eru hlutirnir sem horft er á.

ps. ef einhver er að leita að góðri leið til að koma sér í form þá jafnast ekkert á við sambland af Tae Kwon Do og dansi!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst bara hálfskrítið hvernig kona sem dansar súludans og enginn er að fylgjast með finni fyrir undirgefni. Fyrir hverjum finna þær þessa undirgefni ef allir eru að gera sama hlutinn og enginn að horfa á?

Ég skil vel þessi rök með undirgefnina þegar þær eru að dansa súludans og einhver horfir á. Þá geta þær fundið fyrir undirgefni gagnvart áhorfandanum. En þegar þær eru í lokuðum sal þar sem engir eru áhorfendurnir sé ég ekki undirgefnina.

Þú talar um Tae Kwon Do. Er það ekki normalisering á ofbeldi? Nei því það er kennt sem sjálfsvörn. En að sjálfsögðu getur maður notað það til ofbeldis líka.

Mér finnst það sama með súludansinn í þessu tilfelli. Þú getur notað hann sem líkamsrækt eða gert eitthvað miðurgott úr því sem þú lærir, rétt eins og með Tae Kwon Do.

Ég svo sem veit ekki hvaðan þú hefur það að konur finni til meira sjálfsmats í súludansi en í öðrum dnasi?

Ég veit svo sem ekki hvort karlmönnum yfir höfuð þyki það eftirsóknarvert og sexý að konur æfi súludans. Ég held hinsvegar að mörgum mönnum þyki það eftirsóknarvert og sexý að konur dansi eggjandi dans sem þeir horfa á.

Það er ekkert samasemmerki milli þess að æfa eitthvað og sýna það utan æfinga. Margir læra og æfa karate og júdó og fleirra án þess að vera nokkuð að flagga kunnáttu sinni utan æfingasalarinns. Það sama á líklega við um súludansinn. Þó kona kunni og æfi súludans er ekkert sem er því til fyrirstöðu að hún vilji bara nota þetta sem líkamsrækt fyrir sjálfa sig en ekki til að sýna öðrum.

katrín anna sagði...

Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Það er iðnaður á bakvið súludansinn sem byggir á hlutgervingu og kúgun kvenna. Þátttaka í þeim iðnaði normaliserar hann og þar með kúgun kvenna. Þó að þetta sé gert "prívat" þá smitar þetta annað. T.d. tók Terry Hatcher sig til hjá Jay Leno og sýndi hvernig konur gætu staðið upp "gracefully" og þar fram eftir götum. Hegðun og líkamsburðir út súludansinum smitast því yfir í dags daglegt líf kvenna, auk þess sem margar fara örugglega heim og dansa þetta sama fyrir makann þar að auki. Á sumum stöðum þar sem súludans er kenndur eru líka seldar súlur og eins eru námskeið stundum á sömu stöðum ætluð fyrir "professionals". Þessi fyrirbæri eru því náskyld. Veit ekki hvort þú eigir dóttur eða ekki en ef svo er - hefurðu velt því fyrir þér hvernig verður að rökstyðja að það sé frábært og sjálfsstyrkjandi fyrir hana að læra súludans en niðurlægjandi fyrir hana að stunda hann? Þetta passar bara ekki saman.

ps. þetta með sjálfsmatið apa ég bara beint upp eftir konum eins og Kate Hudson og eins úr viðtölum við konur sem kenna súludans. Finnst þetta vera argasta bullshit og enn eitt dæmið um undirgefni kvenna... og hvernig þær keppast um að vera til á karllægum forsendum.

Nafnlaus sagði...

vinkonur og móður en engin er dóttirin. Ef þær myndu vilja stunda líkamsrækt sína með því að dansa súludans í lokuðum leikfimissal myndi það ekki á nokkurn hátt hneyksla mig og myndi ég hvetja þær til þess að halda því áfram. Einkum og sér í lagi ef þetta eykur sjálfsmat þeirra. Þetta er sagt í fullkomnri hreinskylni.

Þessi klámiðnaður er eitt, ég myndi miklu frekar flokka þetta undir líkamsræktariðnað. Auðvitað getur maður alltaf bennt á skemmd epli í þessu eins og í bardaíþróttum eða hverju öðru. Sumar læra þetta til að geta starfað við þetta, aðrar læra þetta til að geta sýnt öðru fólki þetta og sumar hljóta bara að vilja stunda þetta sem líkamsrækt.

Það er örugglega hægt að finna einhverja Tae Kwon Do kalla sem berja fólk og þá er að sjálfsögðu nærtækast að segja að þessi íþrótt smiti útfrá sér. Það sé búið að normalisera ofbeldi. Þetta er bara einstaklingsbundið. Sumir læra tae kwon do til að stunda einhverja líkamsrækt aðrir stunda þetta til að læra að verja sig og enn aðrir stunda þetta til að eiga auðveldara með að beita fólk ofbeldi.

Ef að systir mín eða móðir vill koma sér í gott form með því að stunda súludans finnst mér það frábært. Ef þær gera það í þeim tilgangi að getað dansað eggjandi fyrir hóp karlmanna finnst mér það ömurlegt. Ef þær gera það til þess að geta verið eggjandi í hreyfingum allann daginn finnst mér það líka ömurlegt. Ef það gerist ósjálfrátt að konur byrji bara að hreyfa sig svona væri gaman að sjá hvernig þær myndu ganga ef þær æfðu skauta.

Svo finnst mér fráleitt að spá í því hvað konur gera með mökum sínum. Ef þær vilja krydda kynlífið með því að dansa súludans so be it. Ef þær vilja ganga lengra í niðurlægingunni og fara í einhverja drottnunarleiki er mér líka alveg sama. Ef það sem gerist inn í svefniherbergjum annara er gert með samþyggi beggja, skiptir það mig ekki máli.

Lyftinga stöðvar selja stundum lóð og önnur lyftingatæki. Af hverju ætti þá ekki stöð sem kennir súludans að selja súlur? Sumar konur vilja kannski stunda þessa líkamsrækt líka heima hjá sér án áhorfenda og þá finnst mér það bara fínt mál.

Ég hef reyndar bara heyrt um þetta sem líkamsræktabylgju í USA. En það er auðvitað ekki við hæfi að þetta sé stundað á þar til gerðum súlustöðum. Þá er komin tenging við súludansiðnaðinn, en ekki fyrr að mínu mati.

Málið er bara að það er margt gott sem hægt er að tengja einhverju slæmu. Það er hægt að tengja menn sem stunda skotfimi við glæpagengi, bardagaíþróttir við ofbeldi og svo framvegis. Það er hinsvegar undir þeim aðila sem á í hlut komið hvort hann ákveði að tengja þetta saman eða ekki.

Þetta atvik með Teri Hatcher sem þú nefnir er að sjálfsögðu slæmt. Það þýðir að hún sé ekki engöngu að líta á þetta sem líkamsrækt. Mér finnst muna öllu hvort það séu áhorfendur eða ekki (f.u maka). Að mínu mati er það þar sem mörkin liggja. Ef þú dansar eggjandi fyrir sjálfan þig sé ég ekki að þú getir niðurlægt sjálfa þig.

Þú ert væntanlega sammála því að kynlíf er ekkert slæmt mál. En þér finnst málið væntanlega vera aðeins verra ef það er stundað fyrir áhorfendur. Það sama finnst mér um súludans.

katrín anna sagði...

Vandamálið með súludansinn er að hann kemur úr iðnaðinum og þaðan sprettur hann upp sem líkamsrækt - í kjölfarið á klámvæðingunni, normaliseringunni og kúguninni. Ekki öfugt. Með því að taka þátt í honum er verið að taka þátt í að normalisera súlustaðina enn frekar - staði sem eru nátengdir vædni og mansali. Löglegi kynlífsiðnaðurinn markar veginn fyrir allt hið ólöglega. Það er ekkert kynfrelsi fólgið í að taka þátt í kúguninni.

Varðandi kynlífið - þá berst ég fyrir kynfrelsi - sem þýðir í mínum huga bæði réttinn til að ráða yfir eigin líkama og stunda kynlíf á eigin forsendum. Þegar klám- og kynlífsiðnaðurinn er búinn að skilgreina hvernig konur eiga að haga sér í svefnherberginu til að vera sexý... þá er kynfrelsið fokið út um gluggann. Það er nákvæmlega það sem súludansinn er - á forsendum karla en ekki kvenna. Þetta er nokkurs konar "if you can't beat them, join them". Með öðrum orðum - uppgjöf. Í staðinn fyrir að berjast gegn kúguninni þá er hún gerð léttbærari með því að verða þátttakandi "af fúsum og frjálsum vilja". Það er stór aðför gerð að kynfrelsi kvenna með allri klám- og kynlífsvæðingunni og eitt er víst að þessi aðför bætir ekki kynlífið heldur er að breyta því í annars vegar neysluvöru og hins vegar leikhús... Ekki að leikhús sé slæmt en það er slæmt ef konur enda sem leikkonur í kynlífinu í staðinn fyrir að vera einfaldlega þær sjálfar. Og það er þangað sem kynlífið er komið fyrir margar konur - að vera eitt stórt show... með réttu stellingunum, réttu búningunum, réttu andlitstjáningunni, réttu stununum, rétta dansinum o.s.frv. Þetta er ekki kynfrelsi á forsendum kvenna heldur sýning á forsendum karla.

ps. Ég hlýt að eiga einhvers staðar umfjöllunina um súludansinn sem er kenndur hér á landi úr Fréttablaðinu. Ég setti örugglega kvótið sem kom í mig hingað inn á bloggið. Athyglisvert að í greininni sagði sú sem er með súludansinn frá því að Geiri hefði boðið þeim í heimsókn á Goldfinger og þær farið þangað og séð að súludans á súlustað þarf alls ekki að vera slísí heldur getur hann bara verið fallegur og flottur... eða eitthvað svoleiðis. Tengingin við súluiðnaðinn er því til staðar - og hún er mjög skýr. Skil ekki hvers vegna þú þverskallast við að sjá það ;)

Nafnlaus sagði...

Sko ég skil alveg hvað þú ert að meina. Þú getur sagt eins margar dæmisögur af þeim hóp sem stundar þetta og ákveður að tengja þetta við klámvæðinguna. Það sem ég á hinsvegar við er að það er ekkert óumflýjanlegt lögmál að þú verðir að sýna súludans eða fara á súludansbúllu ef þú stundar þetta sem líkamsrækt.

Það er vissulega tenging á milli súludans sem líkamsrækt og súludans sem hluti af klámvæðingunni. Tengingin er sú að þetta er sami hluturinn með mismunandi tilgangi. Þessi sem er hluti af klámvæðingunni er ætlaður sem afþreyjing áhorfandans. Þessi súludans sem er líkamsrækt er engum ætlaður nema þeim sem stundar hann. Mér finnst algjör reginmunur á þessu. Þarna liggja í raun velsæmismörkin. Mér finnst forsendurnar fyrir dansinum gera greinamuninn á "klámi" og "ekki klámi". Ef þú hinsvegar leitar að tengingu við þennann "ljóta" súludans með því að sækja staði þar sem hann er stundaður fyrir augu gesta, er þetta ekki lengur orðin bara líkamsrækt, heldur ertu farin að tengja þetta við klámvæðinguna. Þessvegna getur þú bent á ótal dæmi um hvernig sumar konur og hópar tengja þetta við klámvæðinguna. Það breytir því þó ekki að að mínu mati er hægt að stunda þennann dans án þess að tengja hann klámvæðingunni.

Auðvitað á klámvæðingin þátt í vinsældum þessa dans. En ef hann er stundaður á réttum forsendum finnst mér eiginlega fólk vera að taka það góða út úr hinu slæma.

katrín anna sagði...

Klámvæðingin á ekki bara þátt í vinsældum þessa dans. Þessi dans er til sem líkamsrækt út af klámvæðingunni - hann er bein afleiðing. Súludans sem líkamsrækt er nýtt splunkunýtt fyrirbæri. Þess vegna er þátttaka í þessu - þó það sé í hópi annarra kvenna og aldrei dansað fyrir framan karlmann - þátttaka í kúgandi iðnaði. Það að súludansinn sé vinsæll sem líkamsrækt normaliserar súludans sem iðnað. Með því að fara á staðina, borga fyrir kennslu og stunda súludans (í lokuðu rými) eru konur að leggja blessun sína yfir þá kúgun sem viðgengst í nafni klámvæðingarinnar. Hvort sem þær viðurkenna það eða ekki - þær eru að taka þátt í útbreiðslunni og styrkja þennan iðnað í sessi. Þess vegna er rík ástæða fyrir konur að hafna þessu og láta ekki plata sig með því að þetta sé líkamsrækt sem hægt er að stunda fjarri karlmannsaugum og þannig óháð jafnréttisbaráttunni.

Nafnlaus sagði...

Þá er þetta spurning um sjónarhorn. Þú segir að þetta sé slæmt því þetta sé sprottið af klámvæðingunni. Ég segi að þetta sé gott því þú nýtir klámvæðinguna á jákvæðan hátt með því að taka það slæma úr athöfninni en heldur hreyfingunni. Normaliseringin gæti því verið falin í að taka soran úr dansinum. Normalisering er ekki endilega falin í að samfélagið samþyggi tiltekin atburð eins og hann er. Normalisering er líka falin í að taka það forboðna úr atburðinum (áhorfendur). Við skulum þó halda áfram að vera ósammála um að þáttaka í þessari tegund líkamsræktar sé þáttaka í "þessum iðnaði". Þar sem ég tel grundavallamunin felast í áhorfendum sem verða til þess að konur finnast þær kúgaðar og niðurlægðar.