þriðjudagur, desember 12, 2006

Þetta segir samviskan

Það dásamlega við tæknina er hversu auðvelt er að afmá mistök. Gerði soldið sem ég er ekki að springa úr stolti yfir en hef nú afmáð öll sönnunargögn. Hið fyrra gerði ég í stundarbrjálæði en hið seinna að vel ígrunduðu máli eftir að mér var sagt að það væru fordæmi fyrir slíkri útrýmingu... Sem sagt - er komin með góða samvisku aftur :)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Obb obb obb. Nú er ég forvitin :) Verðum bara að fara að hittast í kaffi hið snarasta svo ég geti komist að hinu sanna.

katrín anna sagði...

Haha :) Já mér líst vel á kaffi. Spurning hvort við náum því í næstu viku?

Silja Bára sagði...

þú ert fyndin!

Nafnlaus sagði...

Assgotinn já, má ég vera með í kaffiboðinu. Bæði af því mér finnst þú fyndin og af því mig daaaauuuðlangar að vita hvað þú getur mögulega skammast þín fyrir. Ég sem hélt þú værir óforskömmuð...

katrín anna sagði...

Veit ekki alveg hvort þú megir vera með. Spurðu Hrafnhildi...

katrín anna sagði...

ps. Ef hún segir já segi ég kannski já líka...

katrín anna sagði...

ps.ps. Reyndar er það frekar líklegt... :)

Nafnlaus sagði...

Ég drekk ekki kaffi en... Gerði líka eitt af mér en hvorki tæknin né annað getur breytt því.

katrín anna sagði...

Getum breytt þessu úr kaffi í syndaflóð! Hvernig er staðan hjá ykkur í næstu viku? Er ekki tilvalið að kíkja á kaffihús mitt í öllum jólagjafakaupum?