mánudagur, desember 04, 2006

Hvað finnst mér um kynjakvóta VG?

Vegna spurningar í innlegginu á undan... set hér inn póst sem ég sendi á femínistapóstlistann í kvöld. Hann var svar við athugasemd um að Gestur væri að setja fordæmi í þá veru að konur yrðu líka að afsala sér kynjakvótasætum í framtíðinni. Tek fram að ég er ekki áköf kvótakona. Er fylgjandi honum á 5 mínútna fresti... Stærsti gallinn við kynjakvóta er auðvitað að hann útilokar að konur muni nokkurn tíma verða í meirihluta á þingi. Ég spái því að fylgi karlmanna við kynjakvóta eigi eftir að aukast eftir því sem konum fjölgar á þingi!

En hér er pósturinn:
****************
Ég er alls ekki sammála því að þetta sé fordæmisgefandi í hina áttina - ekki á meðan staðan inn á þingi er 2/3 á móti 1/3. Í síðustu viku birtist skýrsla um stöðu Íslands. Staða kvenna í pólitík var sterk - en það var út af því að Vigdís var forseti í 16 ár. Ef miðað er við hlutfall kvenkyns ráðherra erum við í sömu sporum og Afríkuríki, sem er ekki það viðmið sem við höfum hingað til leitast við að bera okkur saman við. Það væri hreinn skandall að láta það berast að hér væru konur karlar í yfirgnæfandi meirihluta á þingi og að af þessum stóra meirihluta væru 1 eða 2 karlar. Það er nefnilega ekki bara VG á höfuðborgarsvæðinu sem er aðalatriðið heldur heildarstaðan á þingi.

Konur geta ennþá þegið sæti fyrir tilstilli kynjakvóta með góðri samvisku á þeirri forsendu að hlutfall kvenna er svo skakkt á þingi.

En frábær úrslit hjá VG og gott fordæmi hjá Gesti. Vonandi verður kjörstjórn á sama máli. Ég á orðið nógu erfitt með að segjast vera Íslendingur eftir að við komumst á lista staðfastra þjóða, Kárahnjúka, ójöfnuð á svip stundu, barn á listanum yfir kynþokkafyllstu konurnar, smánarlega dóma (eða enga) í kynferðisbrotamálum... Ég hreinlega myndi ekki meika karla á þingi vegna kynjakvóta ofan á þetta allt saman!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú vill ég alls ekki hljóma eins og bitur karlremba yfir því að konur fái sætin sem þær unnu sér inn. Þetta er bara spurning um hvernig þú horfir á hlutina. Þegar flokkur býr til jafnréttisáætlun á hann að hugsa um flokkinn per se eða horfa á hlutina í víðara samhengi? Flokkurinn gæti hugsað sem svo við gerð jafnréttisáætlunar að hann ætti að standa fyrir það að konur og karlar ættu að fá sömu tækifærin. Með því væri flokkurinn jafnt mannaður út frá kynjahlutfalli.

Flokkurinn gæti líka gert annað. Hann gæti horft á stöðuna á þingi og hugsað með sér að hann ætlaði að jafna stöðuna þar með því að reyna að koma sem flestum konum inn á þing. Hann myndi þá mismuna frambjóðendum til þess að jafna kynjahlutföllin á þingi. Þá væri flokkurinn sem slíkur með (jákvæða) mismunun vegna slugsaháttar annara flokka í jafnréttismálum.

Ég er á því að þú eigir alltaf að breyta því sem er þér næst áður en þú ferð að reyna hafa áhrif á það sem stendur þér fjær.

Segjum sem svo að fyritæki hafi sett sér jafnréttisáætlun sem lýsir sér þannig að reynt yrði að hafa stjórnendur fyrirtækisins í jöfnum kynjahlutföllum. Allt í einu yrði svo tekinn annar póll í hæðina í jafnréttismálum fyritækisins þar sem stjórnendur á Íslandi eru flestir karlar. Fyritækið myndi því ætla sér að jafna hlutföll stjórnenda á Íslandi með því að hafa flesta eða alla stjórnendur konur. Önnur fyritæki fylgja fordæminu og allt í einu eru stjórnendur á Íslandi í jöfnum kynjahlutföllum. Þá verður farið að horfa á evrópu og svo heiminn allann og allt í einu eru konur orðnar í miklum meirihluta stjörnenda á Íslandi.

Þetta er að sjálfsögðu þróun sem mun aldrei verða, og svolítið fáránleg. Hinsvegar fynnst mér betra að stækka hlutina svolítið til að sjá hlutina í stærra samhengi.

Þess vegna held ég að þú eigir að hugsa um sjálfann þig fyrst og fremst og setja gott fordæmi fyrir aðra að fylgja. Ef allir flokkar myndu hafa fléttulista mun á endanum kynjahlutföllin á þingi vera jöfn. Af því leiðir að fléttulisti er í mínum augum "besta" leiðin í þessum kynjakvótamálum.

Ég er samt alls ekki að kippa mér neitt upp við ákvörðun VG að hafa jákvæða mismunun. Karlremban hefur yfirleitt notið vafans og því hræsni að stökkva á málin þegar konurnar njóta loks vafans. Ég er svona meira að hugsa þetta hugmyndafræðilega séð.

katrín anna sagði...

Mér finnst bara ekki það sama - stjórnunarstöður innan eins fyrirtækis eða staða kynjanna í þingi. Fyrirtæki á Íslandi telja hundruðum (eða þúsundum) en það er bara eitt alþingi. Alþingi er þar að auki ein af þrem grunnstöðum í þrískiptingu valdsins, löggjafarvaldið sjálft. Á þingi sitja 5 flokkar sem allir eru með fleiri karla en konur á þingi. Heildarstaðan á þingi skiptir mjög miklu máli. Allir alþjóðlegir mælikvarðar á stöðu Íslands í alþjóðasamhengi ganga út frá heildarhlutfalli kynjanna á þingi en ekki kynjahlutfalli út frá flokkum. Okkur vantar fleiri konur á þing - og þar af leiðandi færri karla. Það er enginn að fara fram á að VG taki upp þann sið að vera markvisst með fleiri konur en það væri fráleitt að setja karla inn á þing fyrir tilstilli kynjakvóta eins og staðan er í dag. Eins og ég segi - Ísland í alþjóðasamanburði þar sem karlar eru tveir þriðju hluta alþingismanna, þar af 1 eða 2 út af kynjakvóta!!! Ég myndi skammast mín niður í tær... Skal setja inn á bloggið "Hvað ef" pistilinn minn.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki að gera lítið úr því vandamáli að það vanti konur á þing. Spurningin er bara hvernig á að jafna stöðuna á þinginu. Er besta leiðin að mismuna öðru kyninu í andstæðu hlutfalli við aðra flokka sem eru með ójafnt kynjahlutfall. Eða er leiðin að setja gott fordæmi fyrir aðra flokka að fylgja, með því að hafa jafnt kynjahlutfall í flokknum. Ef það væri jafnt kynjahlutfall í öllum flokkum myndi það auðvitað skila sér inn á alþingi.

Ókosturinn við að flokkar einsetji sér það að vera fordæmisgefandi í jafnréttismálum er að það er ekki skyndilausn. Á hinn boginn er það staðreynd að skyndilausnir eru oft ekki bestu lausnirnar. Það sem ég á við er að þetta myndi kannski ekki skila sér í næstu kosningum, en líklega í þarnæstu kosningum og þá eflaust til frambúðar. Mér finnst það frekar léleg hugmyndafræði til frambúðar að mismuna kynjunum í andstæðum hlutföllum við næsta flokk og ætla sér þannig að jafna stöðuna á þinginu. Það er svona skyndilausn, en ég hef miklar efasemdir að þegar við lítum 100 ár fram í tíman muni þessi hugmyndafræði standast tímans tönn.

Ég myndi frekar vilja góða langtímalausn á jafnrétti (sem tæki þá aðeins lengri tíma í framkvæmd) heldur en einhverja skyndilausn sem kemur okkur í gegn um einar þingkosningar.

Í mínum orðaforða er ekki til orðið "Jákvæð mismunun". Það er bara eitthvað sem hefur enga merkingu fyrir mér. Two wrong's don't make it right. Mismunun kynjanna (á hvorn veginn sem er) finnst mér vera andstætt öllu sem kallast jafnrétti.

En vandamálið í dag liggur að sjálfsögðu aðalega hjá þeim flokkum sem hylla karlmönnum. Þess vegna finnst mér ekki hægt að æsa sig eitthvað yfir þessari ákvörðun VG,

katrín anna sagði...

Kynjakvóti getur ekki verið ásættanleg lausn nema hann gangi yfir alla flokka. Ef eini flokkurinn þar sem konur eru í meirihluta tekur upp kynjakvóta þá er kvótinn þar með orðinn tæki karlaveldisins til að halda konum út af þingi. Með öðrum orðum - hann heldur konum niðri. Það er í sama anda og hinir flokkarnir starfa og er ekki ásættanlegt á meðan konur eru færri en karlar á þingi. Ef að fólk almennt viðurkennir að kynin eigi að vera í jöfnu hlutfalli á þingi þá er kynjakvóti auðvitað rökréttasta lausnin til að tryggja að svo verði... til langs tíma. Hins vegar er oft litið á kvennakvóta sem skammtímalausn sem hægt er að beita á meðan samfélagið metur kynin þannig að karlkynið sé fyrsta flokks og konur annars flokks - með tilheyrandi hlutdeild í valdinu skv því.

Nafnlaus sagði...

Þarna féll kvótinn um sjálfan sig. Út frá jafnréttis sjónar miðum er ekki hægt að ætlast til þess að alltaf séu 50/50 skifting á þingi þar sem það er ómögulegt að ætlast til þess að hæfileikar kynjanna skiftist alltaf jafnt. Það EINA rétta er að besti aðilinn hverju sinni komist að, burt séð frá trú, litarhætti eða KYNI.