fimmtudagur, desember 21, 2006

Metingur

Á hverju ári poppa inn um bréfalúguna jólagjafir frá bönkunum. Þar sem við skötuhjúin erum hjá sitthvorum bankanum í viðskiptum er við hæfi að mesta um hvor fær flottustu jólagjöfina :)

Í ár fékk ég frá Glitni þetta fína jólaskraut. Í meðfylgjandi texta frá Glitni segir: "Hér fer saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun, ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni." Gjöfin er kertasníki eftir Siggu Heimis, ljóði eftir Sjón og ágóðinn rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Grétar fékk tertuspaða frá Spron. Hann er rosaflottur - nema að hann er merktur Spron. Glætan að við bjóðum fínu gestunum okkar í afmælis- og jólaboðum upp á að nota tertuspaða sem er markaðsdót með nafni fyrirtækisins á! Kannski ágætt að koma þeirri ábendingu til Spron að stundum er fínt að gefa gjöf sem á ekki að endast sem söluáminning um ókomna ævi. Það hefur bara þveröfug áhrif þegar þessi fína gjöf poppar inn um lúguna - en mun aldrei verða notuð því hún er merkt Spron... og okkur vantar einmitt tertuspaða.

Það er sem sagt nokkuð ljóst að ég vann í metingskeppninni í ár og "minn" banki hafði betur.

ps. ef einhver veit hvernig við getum náð nafninu af endilega setjið leiðbeiningar í komment!

3 ummæli:

Eyja sagði...

Er SPRON grafið í málminn? Má ekki sverfa það af? Eða lakka yfir með naglalakki? Nú eða líma einhverja huggulega mynd yfir.

katrín anna sagði...

Já, þetta er einhvern veginn grafið í málminn. Svartir stafir samt, neðan megin á haldinu. Þetta er samt sagt ekki á áberandi stað en virðist ekki vera hægðarleikur að ná þessu af. Kannski fín mynd á skaptið sé rétta trixið!

Nafnlaus sagði...

Þá er bara að rista fleirri stafi á spaðann. Væri töff að rista -us fyrir aftan nafnið. Gætir sagt að SPRONUS væri lang dýrasta merkið, ættað frá Grikklandi.

Svo gætir þú líka brætt tin í stafina og pússað það upp og jafnvel lakkað haldið.