föstudagur, september 16, 2005

Bankamál

Pistillinn minn um berbrjósta konuna í boði Íslandsbanka og Sjóvá birtist í Viðskiptablaðinu í dag. :) Er lítið fyrir að þagga málin í hel þó vegurinn á milli þöggunar og söluaukningar sé vandrataður - og nánast ófær.

Vonandi taka bankarnir sig á. Hef eitthvað upp á þá alla að klaga:

Íslandsbanki: berbrjósta hafmeyja á sjávarútvegssýningu
Landsbankinn: gáfu unglingum í vinnuskólanum miða á Snoop - sem verðlaun
Spron: fjármagnar (með auglýsingum) síðu sem dreifir klámi til barna og unglinga. sá einmitt í boði Spron þegar fíll tróð rananum sínum - you know where. ekki smekklegt og ég ætla ekki í Spron
KB banki: "Ég kaupi konur" þó aðrir borgi...

Og þá er auðvitað óupptalið hvernig stöður skiptast á milli karla og kvenna í bönkunum - og launin.

Er virkilega enginn að stofna kvennabanka?

Engin ummæli: