mánudagur, september 19, 2005

Mogginn...

Af mbl.is
Erlent | AFP | 19.9.2005 | 11:26
10 ára gömul stúlka ól barn í Sviss
10 ára gömul stúlka frá Kamerún ól barn í Valais héraði í suðurhluta Sviss fyrir um mánuði síðan. Verið er að rannsaka hver faðir barnsins er, en upphaflega grunaði yfirvöld að 68 ára gamall kærasti móður stúlkunnar væri ábyrgur. DNA próf leiddi í ljós að hann hafði átt í kynferðislegu sambandi við stúlkuna, en að hann væri þó ekki faðir barnsins. Móðir stúlkunnar flutti með börn sín frá Kamerún til Sviss fyrir nokkru síðan.
***************


Þegar jafnrétti ríkir mun ekki vera talað um kynferðsilegt samband við 10 ára gamla stúlku heldur kynferðisofbeldi. Þetta ætti að vera ofureinfalt - en af einhverjum ástæðum eru fjölmiðlar tregir til að læra.

Engin ummæli: