föstudagur, september 02, 2005

Náttúrlegt útlit án fyrirhafnar

Ég las allt um hvernig Teri Hatcher nær fram náttúrlegu útliti í Blaðinu um daginn. Það innifól m.a. rúllur í hárið, vax í hárið, brúnkukrem, púður, kinnalit, varalit og "smokey" augnmálningu.

Sjálf held ég að þetta sé allt of mikil fyrirhöfn - ég lít t.d. náttúrlegust út á morgnana þegar ég er nývöknuð. Ekkert make-up, engar rúllur, ekki einu sinni tannkrem! Er nefnilega á því að náttúrlegt útlit sé náttúrlegt... spurning hvort allt annað sé ekki annaðhvort ónáttúrlegt eða yfirnáttúrulegt? :-o

Engin ummæli: