fimmtudagur, september 15, 2005

Hagsmunir hverra?

Var að lesa frétt á mbl.is um að tölvuleikjaframleiðendur ætla í mál við stjórnvöld í Michigan vegna laga sem banna að börn undir 17 ára aldri fái tölvuleiki sem innihalda ofbeldi eða kynferðislegar tilvísanir.

Í fyrsta lagi er sorglegt að setja þurfi svona lög og í öðru lagi sýnir þetta vel hvernig markaðurinn hefur oft á tíðum bara eitt markmið að leiðarljósi - að selja - og samfélagsleg markmið þvælast bara fyrir. Þetta er stærsti vandi frjálshyggjunnar að mínu mati. Frelsi án ábyrgðar getur valdið gífurlegum skaða. Ef markmiðið er frelsi þá þarf að vera mjög sterk krafa um ábyrgð og siðferði samhliða. Því miður eru fyrirtæki að sína fram á það aftur og aftur að gróðasjónarmið eru helsti hvatinn og að stundum eru notaðar aðferðir sem ganga þvert á siðferðisleg sjónarmið þeirra sem þau framkvæma - en sá valkostur samt sem áður valinn - til að selja.

Engin ummæli: