mánudagur, janúar 08, 2007

60

Þegar ég var í grunnskóla áttum við vinkonurnar góðan vin sem hélt mikið upp á David Bowie. Hann átti rosaflotta úlpu. Hún var svona flott vegna þess að vinur hans hafði tússað mynd af Ziggy Stardust á bakið á úlpunni. Það var út af þessum vini mínum sem ég hlustaði á David Bowie á þessum tíma og fannst hann bara nokkuð góður. Í dag er David Bowie sextugur. Ég hef ekki hitt vin minn síðan grunnskólanum lauk - en man ennþá að hann á afmæli 10. des. Vona að hann hafi það gott.

Engin ummæli: