sunnudagur, janúar 07, 2007

Réttur titill

Réttur titill á innleggið hér fyrir neðan hefði að sjálfsögðu verið:

"Ölgerðin býður stelpum greiðslu fyrir að taka þátt í kynlífsathöfnum"

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skrifaði forstjóra Ölgerðarinnar í gær og hvatti vini og kunningja til að gera slíkt hið sama. Fékk svar frá honum í dag og hann segist munu setja stopp á þáttöku ölgerðarinnar. Vonandi verður höfð betri stjórn á markaðsdeildinni framvegis.

katrín anna sagði...

Tja eftir Egils Lite auglýsinguna trúi ég þeim til alls. Finnst samt gott að þeir ætli að setja stopp á að borga stelpum fyrir að taka þátt í kynlífsathöfnum - en eftir það sem á undan er komið held ég að það sé frekar vegna þrýstings frá neytendum heldur en að þeim finnist eitthvað athugavert við það. Þeir föttuðu jú ekki af sjálfsdáðum að taka ekki þátt!

Nafnlaus sagði...

Já, ég heyrði ekki af lite auglýsingunni fyrr en núna í sambandi við þessa umræðu. Hef ekki séð hana sjálf en hún hljómar ekki vel. Í tilfellinu með kossaleikinn er það væntanlega pose.is sem kemur með þessa hugmynd fullmótaða inn á borð til Egils og selur þeim hugmyndina um að sponsöra hana og hvað lite auglýsinguna varðar þá er það væntanlega auglýsingastofa sem vinnur hugmyndavinnuna. Þetta er því í raun mun víðtækara mál heldur en svo að þetta tiltekna fyrirtæki hafi ekki skilning á ósmekklegheitum. Það er þó auðvitað þeirra að passa sig að láta ekki pranga hverri vitleysishugmyndinni eftir aðra upp á sig og það hlýtur því miður alltaf að vera þrýstingur frá neytendum sem skilgreinir í þeirra augum mörkin. Þannig að þótt að þeir hafi ekki tekið lite auglýsinguna úr umferð þá vonandi eru viðbrögðin í þetta skipti merki um að þeir séu að átta sig.

katrín anna sagði...

Fyrirtæki bera alltaf ábyrgð á hvaða hugmyndir þau samþykkja frá auglýsingastofunum. Ég get alveg fallist á það að stundum séu táknmyndirnar þess eðlis að það er ekki sjálfgefið að fólk þekki þær - og þá er hægt að setja ábyrgðina yfir á auglýsingastofuna þar sem sérfræðingarnir eigi að vera. Í þeim tilvikum sem snúa að Ölgerðinni er svo augljóst hvað er í gangi að ekki er hægt að setja ábyrgðina á auglýsingastofuna. Það er fyrirtækisins að marka stefnu og sjá til þess að henni sé framfylgt og það virðist Ölgerðin hafa gert. Ég sendi bréf út af Egils Lite auglýsingunni og fékk svar frá Andra Þór þar sem hann sagði að þeir virtu mína skoðun en þeir sæu ekkert athugavert við auglýsinguna. Þegar þessi keppni kemur svo beint í kjölfarið þá finnst mér þeir hafa sýnt sitt rétta andlit svo ekki verði um villst.

Nafnlaus sagði...

Ég var alls ekki að segja að ábyrgðin væri auglýsingarstofunnar. Ég var að segja að það væri s.s. ekki bara hjá markaðsdeild Egils sem smekkleysan viðgengist heldur líka hjá auglýsingastofunum. S.s. að vandamálið væri víðtækara en svo að það væri bara Egils sem sæi ekki ljósið.

Og hvað rétt andlit varðar... ég hef litla trú á að hægt sé að fá þá til að breyta um andlit nema á löngum tíma. Ég held það sé auðveldara að láta fyritæki sjá að þau komast ekki upp með hvað sem er athugasemdalaust.

katrín anna sagði...

Já þetta grasserar víst út um allt. Ég vona að þeir fái nógu mikið bad publicity út á þetta að það kvikni aðeins á fattaranum hjá þeim... Væri nú líka gaman að fá að vita frá hvaða auglýsingastofu þetta kemur. Held það væri verðugt rannsóknarefni að skoða verk auglýsingastofa og flokka þeir eftir fjölda karlrembuauglýsinga... :)

Nafnlaus sagði...

Já, það væri mjög gaman að sjá úttekt á því hvert sé hið rétt andlit auglýsingastofanna. Þær sleppa alltof billega við alla gagnrýni.

Nafnlaus sagði...

Sælar stelpur.

Mikið ofboðslega er sorglegt að sjá ykkur tvær skrifast á.....þið opinberið ykkur svo svakalega að maður fær aumingjahroll, svona svipaðan og þegar maður horfir á vondar myndir.

Í fyrsta lagi þá er þessi Light auglýsing fín auglýsing og þarf mjög svo einbeittan brotavilja að sjá eitthvað vafasamt við hana. En femínistar sjá víst reðurtákn úr Hallgrímskirkju og því kanski hreinasta tímasóun og heimska að ætla að fara yfir þessa auglýsingu með slíkum hópi.

Hitt langar mig að benda ykkur konunum á - og það er ástæða þess að þið ættuð ekki að fjalla um markaðsmál enda þekkingin á þeim málum lítil sem engin - hvort þessi auglýsing skili einhverju fyrir fyrirtækið og vörumerkið Light? Held að það sé réttari nálgun en að velta sér upp úr hver gerði auglýsinguna, hvort það sjáist fallegir rassar eða álíka. Þetta skilja allir þeir sem skilja markaðsmál en þetta virðist vera nokkuð ofar ykkar skilningarviti á markaðsmálum.

Hvernig haldið þið að þjóðin myndi svara ef hún yrði spurð hvort þessi auglýsing hafi haft skaðleg áhrif á Ölgerðina?

Hugsa, skrifa, tjá sig - er ágætis regla og vona ég að þið hafið vit á því í framtíðinni, amk þegar þið tjáið ykkur um mál sem þið hafið nákvmælega ekkert vit á.

Unknown sagði...

Mér finnst lite auglýsingin svona la la, ekki sú versta sem ég hef séð en alls ekki góð. Bjórinn er reyndar frekar vondur.

Þessi kossakeppni er hins vegar alveg ótrúlega plebbaleg og varla Ölgerðinni til framdráttar.

Nafnlaus sagði...

kæri nafnlaus,
varðandi reðurtáknið Hallgrímskirkju er ekki að undra að þú sjáir það ekki enda er opinberun á kvenfyrirlitningu þinni hálfgerð hrollvekja.
Svona auglýsingastefna byggir á því mikla umburðalyndi sem búið er að temja með almenningi (svipað og með stjórnmálin).
Reikna með að þetta auki sölu hjá plebbunum en hefur ekki þau áhrif á hina. Verst að fólk leyfir sér ekki að versla ekki við fyrirtæki sem hafa lítilsvirðandi auglýsingastefnu.
Ég hlýt að hafa vit á þessu þar sem ég er karlmaður :)
Annars er: Hugsa, skrifa, tjá sig - ágætis regla.

Nafnlaus sagði...

Grétar.

Að vera karlmaður er ekki það sama og hafa vit á markaðsmálum.

Hvernig þú færð það út að ég sé fullur kvenfyrirlitningar við að sjá ekki reðurtákn út úr Hallgrímskirkju er náttúrlega rannsóknarefni út af fyrir sig. Sumum er hreinlega ekki hægt að bjarga.

Nafnlaus.

Nafnlaus sagði...

(Mér finnst alltaf jafn magnað þegar fólk æsir sig yfir einhverju sem því finnst svona fyrirlitlegt að það eyðir svo kvöldinu í að rílóda vefsíðum til að athuga hvort einhver af meintu hálfvitunum hafi sýnt því athygli. Ég hefði haldið að gáfað fólk hefði eitthvað betra við sinn tíma að gera, ætti jafnvel vini sem það héngi með á kvöldin eða áhugamál. eða allavega að það væri í nægilega fínni vinnu til að hafa efni á Stöð2 til að hafa ofan af fyrir sér. Ætli svona fólk hangi líka í strætó og grípi fram í fyrir gömlum konum sem ræða heiminn sem versnandi fer?)

Mér finnst þetta mjög góð ábending: "Að vera karlmaður er ekki það sama og hafa vit á markaðsmálum." Vonandi er þetta til marks um það að farið sé að kenna fyrstaársnemum í viðskiptafræði eitthvað af viti.

Nafnlaus sagði...

Kæri Nafnlaus,

það er nú reyndar kommentið þitt þar sem þú bendir 'ykkur konunum' á að þær ættu nú ekki að vera að fjalla um markaðsmál sem ég las fyrirlitningu úr en ekki táknfræðikunnátta þín, til að leiðrétta misskilning. En ég skal vanda mig næst þegar ég gríp til kaldhæðninnar, það gæti bara misskilist...

Svo er ekki auðvelt að 'bjarga' fólki þegar rökin skortir.

Nafnlaus sagði...

Grétar.

Ef þú skoðar commentin fyrir ofan mitt fyrsta comment þá sést fljótt að það eru aðeins tvær konur búnar að leggja inn athugasemdir. Ég ávarpa þær því konur því nöfnin þeirra benda til þess. Önnur heitir Unnur María en hin heitir Katrín Anna. Þess vegna var ég að benda þeim "konunum" á að velta sér upp úr réttu hlutunum en ekki vaða reyk eins og þær voru komnar í. Það er kanski kvenfyrirlitning að ávarpa þær Unni Maríu og Katrínu Önnu sem konur? Eða hvað?

Nafnlaus.

Nafnlaus sagði...

Kæri Nafnlaus,

ég má nú reyndar til með að benda þér á að þú gerir nú annað og meira en að benda þeim vinsamlegast á að umræðan sé á villigötum. Þú segir þær ekki hafa vit á þessu auk þess að gera lítið úr vitsmunum og skilningi þeirra. Þetta í samhengi við orðalag þitt ('ykkur konunum') í innlegginu leiðir til þess að dreg ég þessa ályktun.
Sting upp á því þar sem lítur út fyrir að þú hafir gaman af rannsóknamennsku að þú rannsakir af hverju ég kemst að þessari niðurstöðu. Verð þó að vara þig við að þú gætir þurft að glugga í feminisk fræðirit sem hluta af rannsóknarvinnunni ef þú vilt vinna þá vinnu vel.

Ég get ekki séð af innleggi þínu neina djúpa innsýn í markaðsmál né skilning á tengslum markaðarins við samfélagið og jafnréttismál og hér er ég ekki að ætla þér skilningsleysi á markaðsmálum, gæti líka verið vegna skeytastílsins á innleggjum hér.
Spurningarnar sem þú leggur til að eigi að svara taka frekar grunnt á hlutunum og nálgast ekki málið út frá félagsfræðilegum sjónarmiðum eins og umræðan að ofan.
Kannski þú teljir að það séu engin tengsl milli markaðsmála og samfélagsmála?

Ég ætla því líka að draga þá ályktun þar sem þú telur umræðuna að ofan vera á villigötum að þú aðhyllist að fyrirtæki og auglýsingastofur eigi ekki að bera ábyrgð á því sem þau gera og helst eigi fólk ekki að láta vita ef það að er ekki sátt við stefnu og hegðun annarra í samfélaginu.
Þannig má draga ýmsar ályktanir út frá samhengi hlutanna og orðanna.

Kannski eru hlutirnir ekki alltaf eins einfaldir og þú telur í fyrstu (þrátt fyrir að rakhnífur Occams eigi stundum við).

Nafnlaus sagði...

Ég er hálf sjokkeraður ef ég má tala hreint út.
Hvort þið eruð feministar,kvennrembur,karlrembur virðist þið ekki ganga heil til skógar.
Það er verið að auglýsa vímuefni í þessari auglýsingu og engu ykkar digurbarkanna virðist sjá neitt að því að börnin okkar séu kvött til að drekka.
Lýsi hér með andúð minni á þeim sem hér skrifa um hvað sé rétt og rangt.

Unknown sagði...

Er ekki verið að auglýsa "létt" bjór, þ.e. pilsner? Alla vega í sjónvarpsauglýsingunni.

Áfengisauglýsingar og það hvernig bjórframleiðendur og aðrir geta farið í kringum auglýsingabann er einfaldlega önnur umræða.

katrín anna sagði...

Áfengisauglýsingar eru annað umræðuefni út af fyrir sig... óþarfi að dæma fólk fyrir skoðanir sem ekki hafa komið fram ;)

Langar til að skrifa einhverja langloku um áfengisauglýsingar - en held það sé betra að starta nýju umræðuefni með því. Aldrei að vita nema það poppi upp ein færsla um hvað mér finnst um áfengisauglýsingar í náinni framtíð.

Nafnlaus sagði...

Hvet þig til að skrifa um þetta málefni. Kynntu þér málið bara vel áður. Nenni ekki að lesa enn eina greinina um að áfengisauglýsingar auki neyslu á bjór og léttu víni svo mikið.

Þetta veistu væntanlega allt enda markaðsráðgjafi, ekki satt?

En hvet þig til að skrifa þessa grein - þessi umræða þarf að vera uppi á yfirborðinu.