sunnudagur, janúar 07, 2007

Fyndnasta frétt ársins

Ég held að fyndnasta frétt ársins sé komin - þó einungis séu 7 dagar liðnir af árinu:

RUV
Fyrst birt: 07.01.2007 19:29
Síðast uppfært: 07.01.2007 20:02
„Fregnir af andláti mínu stórlega ýktar“
Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar segir kona sem lenti í því á dögunum að þurfa að lesa minningargrein með mynd af sjálfri sér.
Konan, Anna Ingólfsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík, opnaði Morgunblaðið í rólegheitum síðastliðinn þriðjudag. Í ljós kom að myndavíxl höfðu orðið varðandi minningargrein um konu sem lést á níræðisaldri síðastliðið sumar og mynd af Önnu birt með greininni. Myndin var tekin síðastliðið haust af því tilefni að Anna er fyrst kvenna til að verða prófessor í tölvunarfræði.

Engin ummæli: