miðvikudagur, janúar 10, 2007

Vanhæfir dómarar - enn eina ferðina

Í gær var í fréttum dómur fyrir kynferðisbrot. Maður var dæmdur fyrir líkamsárás á fyrrum sambýliskonu sína en sýknaður af tilraun til nauðgunar. Það væri nú gaman að lesa dóminn því svo er að heyra af fréttaflutningnum að ástæða sýknudómsins væri sú að maðurinn myndi ekki eftir árásinni en hann tryði ekki upp á sjálfan sig að hafa reynt að nauðga fyrrum sambýliskonu sinni. Þetta þykir dómurum trúverðugra heldur en frásögn konunnar - sem man eftir öllu. Meðvirkni dómskerfisins með ofbeldismönnum er ótrúlega óendanleg. Eins og dómarar haldi að konunni þyki ekki nóg að maðurinn hafi ráðist á sig og reynt að kyrkja hana heldur þurfi hún að bæta við nauðgunartilraun, svona eins og karlar krydda veiðisögurnar sínar. Fáránlegt!!! Ekki er furða þó fólk sé hætt að treysta dómskerfinu í kynferðisbrotamálum. Kerfið hefur sýnt það og sannað ítrekað að það er ekki fyrir þolendur kynferðisbrota.

Engin ummæli: