mánudagur, janúar 15, 2007

Stuðnings- og baráttukveðjur

Langar að senda stuðnings- og baráttukveðjur til samfélags heyrnalausra. Fréttir síðustu daga hafa verið skelfilegar. Ég get rétt ímyndað mér hversu erfitt er að takast á við þetta þar sem samfélagið er lítið og nálægðin mikil. Það sést vel á hinu "heyrandi" samfélagi hversu mikil tilhneiging er að þagga þessi mál niður - enginn vill þekkja kynferðisbrotamann og þess vegna er auðveldara að sópa þessum málum undir teppið og láta eins og þau eigi sér ekki stað. Eða, ef málin eru viðurkennd, láta þá eins og ofbeldismaðurinn sé einn úrkynjaður glæpamaður sem fer hamförum og fremur öll brotinn upp á eigin spýtur...

Samfélag heyrnalausra á mikið hrós skilið fyrir að rannsaka þetta mál og gera opinbert. Þó að sársaukinn við að takast á við málið sé mikill þá er það samt betri leið en að láta eins og ekkert sé og láta hvern einstakling um að vinna úr sínum málum.

Engin ummæli: