sunnudagur, janúar 07, 2007

Tölvuleikir

Salvör - sem er einn allra öflugasti bloggari landsins um þessar mundir (mæli með reglulegum lestri á blogginu hennar...) er með link á þetta video hér hjá sér.

Það er sagt að hernaðarhyggja, nýfrjálshyggja og bókstarfstrú séu helstu ógnir við jafnrétti í heiminum í dag. Ég vil bæta ofbeldisdýrkun og klámvæðingu við listann. Við erum núna að upplifa bakslag og mín spá er að það eigi eftir að aukast enn meira. Sérstaklega hef ég áhyggjur af aukningu ofbeldis gegn konum og börnum. Ég held að miðað við samfélagslegt gildismat sé aukning óhjákvæmileg - enda trúi ég ekki á að ofbeldi sé innbyggt í eðli mannsins á þann hátt að magn ofbeldis í heiminum verði alltaf það sama. Ég er á því að samfélagslegt umhverfi hafi mikil áhrif á hversu mikið ofbeldi er. Núna er stemninginn þannig að mannkynið heldur að það sé miklu betur gefið og betur innrætt en allar kynslóðir sem á undan hafi komið og allt sé leyfilegt því við höfum lært svo mikið á klúðri þeirra sem á undan hafi gengið... Auk þess eigum við miklu meira af græjum, dóti, stórvirkum vinnuvélum og gereyðingarvopnum. Þess vegna munu stærstu og mestu mistök mannkynssögunnar verða gerð á okkar tímum - give or take 100 ár.

Engin ummæli: